Nour fékk reyndar að koma aftur til landins en ekki sem flóttamaður. Þessi strákur er klár og duglegur. Hann var í vinnu áður en hundar valdstjórnarinnar handjárnuðu hann og sendu peninga- og símalausan úr landi að undirlagi svokallaðs mannréttindaráðherra (sem er eitthvert alvarlegasta dæmi um karl með píku sem fyrirfinnst á Íslandi) með rökunum, ‘ég er nú bara að vinna vinnuna mína.’
Nour fékk að snúa heim eftir margra vikna baráttu Helenar Harsitu og fleira góðs fólks, en nú fær hann ekkert atvinnuleyfi og á engan rétt á neinum bótum heldur. Hann er algjölega háður því að vinir hans sjái honum farborða og hefur engan raunhæfan möguleika á að nýta hæfileika sína. Hann er að því leyti verr settur en fangi að hann á ekki einu sinni rétt á lágmarks framfærslu.
Andúð mín á Útlendingastofun og Mannréttindaráðuneytinu er að komast á alvarlegt stig.
Ég spái því að túrtappasala aukist á næstu árum.
————————————
Ég næ engan veginn þessu með túrtappana. Og ég næ reyndar engu þarna, á hvaða forsendum var þá tekið á móti honum aftur? Er verið að “vinna í málinu”, á hann von á breytingum á högum sínum? Helvítis fokking fokk.
Posted by: Kristín í París | 26.03.2010 | 8:02:14
————————————
Hann fékk að koma aftur sem atvinnuleitandi en ekki sem flóttamaður. Hann fær hinsvegar ekki atvinnuleyfi.
Trútappar eru notaðir til að kveikja í mólótóvkokteilum. Það hlýtur að styttast í að einhver grípi til slíkra ráða, þegar hver einasti smásigur er barinn niður.
Posted by: Eva | 26.03.2010 | 13:31:33
————————————
“karl með píku” ??
Ekki segja þetta! Það er óþarfi að gera lítið úr píkum!
Íslenskan hefur annað orð yfir auman karl og það er “Kerling” (Sbr. Orðabók Menningarsjóðs)
Posted by: Steinar | 29.03.2010 | 19:57:37
————————————
Ég átta mig ekki alveg á því í hvaða texta þú ert að vísa. Þegar ég tala um karla með píku, þá á ég ekki við auma karla, heldur konur sem hegða sér eins og karlrembur.
Posted by: Eva | 31.03.2010 | 19:27:05