![]() |
Lögregla ræddi við mótmælendur |
Að gefnu tilefni skal tekið fram að sögur af meintri handtöku sonar míns eru stórlega ýktar. Hann var reyndar ekki einu sinni með í þessari aðgerð í þinghúsinu. Hann er hinsvegar staddur uppi á lögreglustöð núna í þeim tilgangi að fá almennilegan rökstuðning fyrir handtöku mótmælenda í dag.
————————————————————-
Mótmælendurnir voru handteknir því þeir voru að trufla störf alþingis, það er ekki íkja flókið.The Critic, 8.12.2008 kl. 17:42
————————————————————-
Gott að heyra að hann sonur þinn er ekki meðal hinna handteknu. En ég skil ekki alveg hvaða erindi hann á upp á lögreglustöð?
Fyrir það fyrsta þá fer maður ekki inn á lögreglustöð til að fá einhvern „rökstuðning“ fyrir handtöku einhvers fólks. Lögreglan handtekur fólk á eigin ábyrgð og rökstyður það væntanlega í þeim lögregluskýrslum sem verða gerðar um málið. Ef menn eru ósammála þeim rökstuðningi þá geta þeir sem handteknir voru farið dómstólaleiðina og kært ólöglega handtöku, það er ef lögreglan er ekki fyrri til og gefur út ákæru.
Þetta mál er syni þínum með öllu óviðkomandi og hann á engan rétt á að fá neinar upplýsingar frá lögreglunni um fólk honum óviðkomandi, nema þá að hann sé lögmaður þeirra, sem ég efa að sé. Ég efast reyndar um að lögreglan megi segja einhverjum óviðkomandi málavöxtu eða hvers vegna einhver er handtekinn þar sem lögreglumenn eru bundinir þagnarskyldu.
Kiddi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:48
————————————————————-
Þarf að fá rökstuðning fyrir handtöku ?????? !!!!!!!!!!
Segir það sig ekki sjálft. Svona framkoma að stöðva ljöggjafasamkomuna með fíflagangi og dónaskap hefur ekkert með mótmæli að gera hvað þá skoðanaskipti.
Ég er í hjarta mínu sammála krökkunum um álit þeirra á núverandi stjórnvöldum. En svona framganga gerir ekki annað en styrkja þá sem mótmælin beinast gegn. Og á sama hátt veikir hina.
Hef alltaf litið á svona framkomu sem afleiðingu af lélegu uppeldi.
Já, endurtek. Lélegt uppeldi.
101 (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:55
————————————————————-
Þetta er reyndar flóknara en svo. Alþingi á að vera táknmynd lýðræðisins en störf Alþingis um þessar mundir eru afar langt frá því að vera lýðræðisleg. Ríkisstjórnin er að skuldsetja okkur öll upp í endaþarm svo gengur mansali næst.
Hve langt má stofnun ganga í óþokkaskap svo ekki sé hægt að verja gjörðir hennar með þeim rökum að hún sé bara að sinna sínu starfi? Hefðir þú talið það tilefni til handtöku að trufla störf stormsveita Nasista? Hvar á að draga mörkin?
Eva Hauksdóttir, 8.12.2008 kl. 17:56
————————————————————-
Sæl Eva,
Almennilegan rökstuðning fyrir handtökunum? Það segir sig sjálft að þegar svona skríll veður inn á Alþingi og upphefur hróp og annað til þess gert að trufla stafsemina, mætir lögreglan og skakkar leikinn.
Allveg eins og þegar fólk reynir að brjóta sér leið inn á lögreglustöð þá grípur lögreglan til aðgerða til þess að sporna við svona skrílshætti.
Hélt að þetta segði sig sjálft, allavega neðri parturinn með lögreglustöðina. En mig minnir að þú og nokkrir vinir, hafi nú verið ansi hissa þegar lögreglan tók á móti ykkur með piparúða en ekki kaffi, þegar gangstéttahellurnar voru á lofti hjá ykkur!
Fáránlegt.
En ef þú vilt staðfest rök fyrir aðgerðum lögreglu bendi ég á 36. gr. Stjórnarskránnar t.d. en þar segir ,,Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi.“
Helgi Hálfdan (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:57
————————————————————-
Ég er nú alveg sáttur við að fólk mótmæli við Alþingi en það að fara svo niður á lögreglustöð og heimti útskýringu á handtöku annarra er náttúrulega bara rugl.
Þú, Eva, getur ekki afsakað það hjá syni þínum að hann sé að fara þangað og heimta útskýringar!
Ætti ég t.d. bara að standa fyrir utan lögreglustöðina og þegar einhver er færður þangað inn í handjárnum á ég þá að heimta útskýringu á því? Kjánalegt1!
SJ (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:01
————————————————————-
Finnst þér lýðræðislegt að 20 – 30 manna hópur sé með svona aðför í þjóðfélagi þar sem búa langt yfir 300.000 manns. Ekki ýkja mikið lýðræði ef þingmenn hefðu bara labbað út og sagt að þeir yrðu nú að hlusta á þessar örfu raddir skrílsins.Helgi Hálfdan (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:02
————————————————————-
Það eru nú reyndar ekki margar vikur síðan sonur minn sætti sjálfur ólöglegri handtöku og jú, fólk á barasta víst rétt á því að fá rökstuðning fyrir því þegar fólk sem hefur ekki neitt af sér gert nema mótmæla því að fólk sem hefur veðsett tekjur þess næstu áratugina fái að sitja í valdastól áfram í óþökk meirihluta þjóðarinnar.
Háreysti við þessar kringumstæður gefur ekkert tilefni til handtöku. Hinsvegar ætti lögreglan að vera löngu búin að sjá sóma sinn í því að handtaka slatta af embættismönnum og nokkra ráðherra, fyrir að stofna öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar í hættu. Það munu heita landráð.
Eva Hauksdóttir, 8.12.2008 kl. 18:04
————————————————————-
Alþingi er lýðræðislega kjörið og ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta Alþingis og er því lögleg þingræðisstjórn hvort sem okkur líkar það eða ekki. Við höfum tækifæri til að skipta um stjórn í næstu kosningum hvenær sem þær verða. Þangað til getum við látið í okkur heyra, lýst óánægju, mótmælt og vonað að stjórnvöld taki mark á okkur. Þau ættu að gera það.
En þau mótmæli verða að vera lögleg. Það þýðir ekki að ganga fram með ofbeldi og ætla að stöðva lýðræðið með því að trufla störf Alþingis. Gleymdu því ekki að Alþingi er táknmynd lýðræðisins og að trufla það er í eðli sínu ólýðræðislegt.
Og svo er það með eindemum ósmekklegt að líkja elsta þjóðþingi heims við stormsveitirnar. Það er svona málflutningur sem gerir það að verkum að ég tek ekkert mark á þér.
Kiddi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:06
————————————————————-
Helgi: Það eru ekki örfáir sem vilja þessa ríkisstjórn burt. Um 70% þjóðarinnar fylla þann hóp og já, það er einmitt mjög lýðræðislegt að lítill hópur fólks krefjist þess að hlustað sé á fjöldann.
Það er hinsvegar ekki eins lýðræðislegt að geta ekki sett þá kröfu fram á þann hátt að hún nái eyrum ráðamanna, án þess að eiga á hættu að vera handtekinn.
Eva Hauksdóttir, 8.12.2008 kl. 18:08
————————————————————-
Við vitum alveg að það var klúður í kringum handtöku sonar þíns og ég hef heyrt margar sögur af því, meira að segja að þetta hafi verið í lagi! en nóg um það.
Auðvitað á fólk rétt á rökstuðningu frá Alþingi og bankayfirmönnum og öðrum þeim sem standa bak við allt það apparat en við erum að tala um lögregluna hér! Hvað hefur hún gert rangt hér?
Síðast þegar allt fór í háaloft þegar að fólk mótmælti þar var kvartað yfir því að engin kom út og ræddi við fólkið (ekki veit ég af hverju það ætti að gerast) en núna gerðu þeir það.
Margt svo kjánalegt í þínum rökum Eva.
SJ (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:09
————————————————————-
SJ: Ef þú verður vitni að handtöku sem þú telur ólögmæta eða óeðlilega að henni staðið, þá ber þér siðferðisleg skylda til að gera athugasemdir.Eva Hauksdóttir, 8.12.2008 kl. 18:10
————————————————————-
Það er alveg rétt hjá þér að það ætti að vera búið að handtak ráðherra, bankastjóra og forstjóra fyrir löngu.
Það verður ekki gert með dónaskap og barnalegum fíflalátum. Og enn síður með eggjum og hveiti.
Þessir krakkar hafa engan þroska eða uppeldislegan bakgrunn til að taka að sér löggjafavald eða dómsvald í þessu landi.
101 (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:13
————————————————————-
Eva. Nei, þú átt engan rétt á því að fá að vita af hverju einhver þér óviðkomandi er handtekinn. Mótmæla og mótmæla er ekki það sama. Það eru friðsöm mótmæli og svo eru það lögbrot. Lögreglan hefur mjög víðtækar heimildir til þess að handtaka fólk.
Til dæmis:
Ef þú ert að beita ofbeldi, ráðast inn í byggingar í óþökk húsráðenda eða valda skemmdum þá má handtaka þig með það sama.
Ef lögreglumaður vísar þér af vettvangi eða segir bara við þig „farðu í burtu“ og þú hlýðir því ekki þá má handtaka þig fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu.
Ef þú ert ölvaður á almannafæri þá má handtaka þig.
Ef þú neitar að segja til nafns þá má handtaka þig.
Ef þú hylur andlit þitt á almannafæri þannig að ekki sé hægt að þekkja þig, þá má handtaka þig.
Kiddi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:15
————————————————————-
Til allra, sem spyrja hvort það þurfi rökstuðning fyrir handtöku: Ef þeir vilja að lögreglan geti ruðst inn á heimili þeirra hvenær sólarhringsins sem er og handtekið hvaða fjölskyldumeðlim sem er án skýringar, nei, þá þarf ekki rökstuðning fyrir handtöku.Björgvin R. Leifsson, 8.12.2008 kl. 18:21
————————————————————-
Nei, þú átt EKKI að skipta þér af störfum Lögreglu.
Þetta er einmitt vandamál hjá mörgum. Ef þú ert vitni að handtöku þá átt þú að halda þig frá og láta Lögregluna í friði af því hún er að vinna. Það er EKKI þitt að leggja mat á það hvort handtakan er lögleg eða ólögleg. Og ALLRA SÍST áttu að fara að skipta þér af, því þá ertu að trufla Lögregluna við störf og getur lent í því sjálft að vera handtekin.
Ef handtakan er ólögleg þá getur sá handtekni kært ólöglega handtöku og farið dómstólaleiðina.
Kiddi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:22
————————————————————-
Þaddna… Hvað er að frétta af Britney Spears?Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:25
————————————————————-
AÐEINS UM RÖKSTUÐNING FYRIR HANDTÖKU
Það þarf að rökstyðja handtöku, það er alveg á hreinu. En það á ekki að rökstyðja handtöku við fólk á vettvangi sem heimtar að fá að vita afhverju hinn eða þessi er handtekinn. Lögreglan tekur bara sína ákvörðun og handtekur einhvern aðila og á að fá vinnufrið til þess.
Lögreglumaðurinn sem tók ákvörðunina að handtaka einhvern er svo ábyrgur fyrir því að skrifa skýrslu um handtökuna og ÞAR Á HANN AÐ FÆRA FRAM RÖK fyrir sinni ákvörðun. Lögreglumaðurinn verður svo að standa fyrir sínu máli við sína yfirmenn, saksóknara og dómara og getur misst starfið ef hann var talinn ganga of langt.
Kiddi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:29
————————————————————-
Já Kiddi og í Þýskalandi Hitlers mátti handtaka þig fyrir að vera af Gyðingaættum. Lög koma ekki frá Gvuði. Lög eru mannanna verk og ófullkomin sem slík. Lög eru sett ýmist til að vernda fólk eða tryggja vald og þau lög sem þjóna valdafíkn og eiginhagsmunum fremur en þörfum fjöldans eru ólög og þau ber að brjóta.
Lögreglan hefur að nafninu til það hlutverk að þjóna lýðnum en í reynd er megin hlutverk hennar að tryggja vald ráðamanna og stórfyrirtækja. Þegar ríkisstjórn hefur fyrirgert sér rétti sínum til að stjórna með vítaverðu gáleysi og lygum, þá missa undirlægjur hennar um leið réttinn til að tryggja vald hennar.
Eva Hauksdóttir, 8.12.2008 kl. 18:32
————————————————————-
‘…siðferðilegan rétt til að tryggja vald hennar’, átti að standa þarna.Eva Hauksdóttir, 8.12.2008 kl. 18:32
————————————————————-
við skulum hafa eitt á kristaltæru fyrst fólk ætlar að reyna nota stjórnarskrá Lýðveldisins Ísland sem eitthvað skjól fyrir þessa aumingja sem sitja niðrá þingi að stjórnarskráin leggur þá SKYLDU á herðar allra þegna þessa LANDS (ekki ríkisstjórnar) að verja land og þjóð gegn allri vá,utanaðkomandi SEM OG INNLENDRI. Ef að þessir fulltrúar spillingar og græðgi sem hafa og eða ERU að selja sjálfstæðið undan okkur eru ekki VÁ gegn þjóð og landi þá veit ég ekki hvað.
Stjórnarskrá þessa lands Íslands leggur mér beinlínis þá skyldu á herðar að koma þessum gerspillta þingheimi ÖLLUM frá völdum,völdum sem þeir misnota og svívirða.
fyrir mína parta er þetta sjálfstæðisbarátta þjóðar gegn INNLENDUM föðurlands og drottinsvikurum.
þessum svikurum á að koma umsvifalaust frá völdum með ÖLLUM tiltækum ráðum.
Baráttukveðjur.
Atvinnumaður (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:34
————————————————————-
Er sonur þinn og vinir hans ekkert að vinna? Væri ekki nær að nýta tímann og orkuna í það?Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:36
————————————————————-
Nú ertu farin að snúa út úr, við erum ekki að tala um Þýskaland nasismans.
Þessar reglur sem íslenska lögreglan starfar eftir er bara nokkuð góðar að mínu mati og ég er bara sáttur við hvernig þeim er framfylgt. Lögin sem við erum með á Íslandi gefa lögreglunni heimild til þess að hafa stjórn á ástandi og grípa inn í ef þörf er á og mér sýnist þeir hafi bara farið mjög vel með þetta hingað til.
Að minnsta kosti get ég ekki munað eftir einu einasta dæmi síðustu ár þar sem lögreglan hefur gengið of langt (fyrir utan þennan unga lögreglumann sem snappaði upp í 10-11 eða hvar það var).
Þeir stóðu sig vel við Kárahnjúka.
Vel heppnuð aðgerð við Rauðavatn í vor.
Þeir tóku rosalega vel á ástandi við lögreglustöðina um daginn.
Og núna í dag á Alþingi.
Kiddi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:38
————————————————————-
Já atvinnumaður. Hvaða grein stjórnarskrárinnar ertu að vísa til?Kiddi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:43
————————————————————-
Þetta er nú meir bullið að verða.
Ef Geir Haarde keyrir fullur halda þessi krakkafífl )og þeir sem taka undir svona óvitagang) að þau getir þá refsað honum með því að keyra full líka?
101 (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:43
————————————————————-
Vissulega er ekki sniðugt að skuldsetja þjóðina margar kynslóðir fram í tíman, en við skulum ekki gleyma því að það voru bankastjórarnir ásamt fleiri hvítflipum sem voru að spila Mattador.
Einnig er rétt að ríkisstjórnin hefði átt að fylgjast betur með en menn læra af mistökunum og stór efa ég að VG hefðu getað komið í veg fyrir þetta hefðu þeir verið við völd.
Þessi lán sem ríkistjórnin er búin að vera að taka hafa verið til þess að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot. Hefði t.d. IMF lánið ekki fengist þá hefði ríkið orðið gjaldþrota og þá hefði sjálfstæðið farið fyrir lítið.
The Critic, 8.12.2008 kl. 18:55
————————————————————-
Eva, ef þú eða sonur þinn eruð að velta lögmæti þessara handtaka fyrir ykkur, koma þessar greinar úr almennum hegningarlögum ef til vill að gagni:
100. gr. Hver, sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin, lætur boð út ganga, sem að því lýtur, eða hlýðir slíku boði, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár, og getur refsingin orðið ævilangt fangelsi, ef sakir eru mjög miklar.
122. gr. Hver, sem hindrar það, að löglegur mannfundur sé haldinn, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 1 ári],1) eða fangelsi allt að 2 árum, ef miklar sakir eru, einkum ef ofríki eða ógnun í framferði hefur verið viðhaft.
Raski nokkur fundarfriði á lögboðnum samkomum um opinber málefni með háreysti eða uppivöðslu, þá varðar það sektum eða [fangelsi]1) allt að 3 mánuðum.
Bjarni Þór Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:55
————————————————————-
Stundum þarf að brjóta lög til að koma í veg fyrir eða stöðva enn meiri lögleysu. Það teldist t.d. ekki lögbrot að ráðast á mann sem væri að stinga einhvern með rýtingi og myndi ég mótmæla því harðlega ef sá maður yrði handtekinn.
Á sama hátt er gott, rétt og fagurt að raska fundafriði þeirra sem hafa sett mig á þá stöðu að þurfa að velja á milli þess að borga skuldir annarra eða flýja land.
Eva Hauksdóttir, 8.12.2008 kl. 19:13
————————————————————-
Critic, þú reiknar þá væntanlega með að við hefðum samt samþykkt að greiða skaðann vegna icesave, um 500.000 á hvert einasta mannsbarn í landinu. Hvers vegna ættum við að sætta okkur við það?Eva Hauksdóttir, 8.12.2008 kl. 19:15
————————————————————-
Það er fólk þarna úti að mótmæla og þið eruð hér að gera veður útaf því.
Ég tek því sem að þið eruð skítapakk sem vill bara sitja frekar heima og láta taka ykkur feitt í rassgatið!! Djöfull hljótiði að fýla það, það sýnist mér allavega. Ég aftur á móti er farið að sárna í rassgatinu og styð allan þann hóp sem hefur þröngt rassgat og vill ekki láta taka í sig og því með fer þarna út og lætur í sér heyra!!!
ÉG ER KOMIN MEÐ ÓGEÐ AF ÞVÍ LIÐI SEM ER FARIÐ AÐ KALLA HINN OG ÞENNAN SKRÍL OG FARIÐ AÐ FLOKKA FÓLK OG VÆLIR YFIR ÞVÍ AÐ ÞAÐ ÞORIR EKKI LENGUR Á MÓTMÆLi VEGNA EINHVERNS HÓP!!! VIÐ ERUM HVERT OG EITT ÍSLENDINGAR og eigum öll láta í okkur heyra og hætta eyða orku okkar í hvort annað, heldur í óréttlætið sem verið er að beita okkur !!
Berglind Eva Björgvinsdóttir, 8.12.2008 kl. 19:24
————————————————————-
Eva: Ég er alls ekki sáttur við að þjóðin þurfi að borga Icesave reikningana og ríkistjórnin var það ekki heldur og ætlaði sér ekki að borga þetta.
ESB kúgaði okkur til þess að með því að standa í vegi fyrir því að við fengjum IMF lánið eða lán frá öðrum löndum Evrópu.
Að fá lán var það eina sem bjargað okkur frá þjóðargjaldþroti.
En það var ekki ríkisstjórnin sem var með Icesave reikningana, það voru hvítfliparnir og þeir ættu að borga þetta ekki þjóðin. Í rauninni ættu þessir mótmælendahópar að fara heim til hvítflipana og framkvæma borgaralega handtöku. Það eru fyrst of fremst þeir sem komu landinu í þetta svað.
The Critic, 8.12.2008 kl. 20:14
————————————————————-
Eva: „Critic, þú reiknar þá væntanlega með að við hefðum samt samþykkt að greiða skaðann vegna icesave, um 500.000 á hvert einasta mannsbarn í landinu. Hvers vegna ættum við að sætta okkur við það?“
Nei, ég sætti mig allaveganna ekki við það að þurfa að borga þessa upphæð, ég er hinsvegar heldur ekki tilbúinn að borga skemmdarverk mótmælenda útum allt land.
Hvort sem um er að ræða, brotnar hurðir, brotnar rúður, vinnustöðvanir eða hvað svosem annað.
Að því leyti eru mótmælendur og auðmenn í sama klassa, að báðir ætlast til þess að almenningur þrífi upp og borgi.
Ingólfur Þór Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 20:16
————————————————————-
Kæra frú,
Mér þykir nú full djúpt í árina tekið að líkja lögmætri handtöku, þ.e. handtöku með stoð í lögum landsins fyrir þá sem enn eru að efast, við aðgerðir nasista um miðja síðustu öld.
Ennfremur finnst mér frekar skondið að sjá þig réttlæta það að hópur anarkista, þ.e. einstaklinga sem kjósa samfélag án stjórnvalda, ráðist inn á löggjafarþing landsins með ólátum og samtímis tala um lýðræð.
„Stundum þarf að brjóta lög til að koma í veg fyrir eða stöðva enn meiri lögleysu“? Í rétti eða nafni hvers eru þessir einstaklingar að brjóta lög? Auðvitað er réttmætt að allir einstaklingar landsins fái að koma skoðunum sínum til skila, en þarf virkilega að grípa til lögbrota?
Ef þú vilt ekki aðhyllast lög og reglur landsins þá væri kannski best ef þú hlýddir eigin ráðum og yfirgæfir landið. Ef ekki þá er það hreinlega hið besta mál fyrir lýðræðið ef þú gætir séð þér fært að nýta sömu aðgerðir og meirihluti landsmanna til þess að mótmæla ástandinu. Persónulega vona ég að þú haldir kyrru fyrir því það er betra fyrir samfélagið að hafa breiða fylkingu af fólki með mismunandi skoðanir.
P.s. Berglind? Vantar þig ekki bara áhugamál gæska? Allavega eitthvað annað en umræður um endaþarmsmök? Reyndu allavega að njóta þess sem eftir er af aðventunni væna og reyndu nú að slappa aðeins af. Svo eru til krem við rasssæri í næsta apóteki.
Haukurinn, 8.12.2008 kl. 20:34
————————————————————-
Af hverju ætti sonur þinn að fá rökstuðning fyrir handtöku þessa fólks? Er hann lögmaður þeirra? Ég er bara mjög sátt við framgöngu lögreglunnar í þessu máli – En eiga þessir krakkar ekki að vera að lesa undir próf? Vonandi nær Berglind Eva aðeins að róa sig niður og átta sig á því að hún er þeim sem hún ætlar sér að verja, ekki til framdráttar. Eða er hún andlit þessara mótmælenda? Hmmm….Solla (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:56
————————————————————-
„Mér þykir nú full djúpt í árina tekið að líkja lögmætri handtöku, þ.e. handtöku með stoð í lögum landsins fyrir þá sem enn eru að efast, við aðgerðir nasista um miðja síðustu öld.“
Kannske þú ættir að lesa sögubækur, Haukur. Hefurðu heyrt um Nuremberg-lögin? Þó eitthvað sé leyft (eða bannað) með lögum er það ekki sjálfkrafa réttlátt (eða óréttlátt).
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 8.12.2008 kl. 22:20
————————————————————-
Critic, það sem við þurfum er ekki að taka fleiri lán, heldur að hætta þessu neyslusukki. Og það er beinlínis hjákátlegt þegar fólk sem situr uppi með skuldir upp á hundruð milljarða vegna fávitagangs valdhafa, tuðar yfir því að þeir sem eru að reyna að koma þessum skaðvöldum frá skilji eftir sig egg!
Haukur, anarkí er æðsta form lýðræðis og reyndar hefur íslenskt samfélag á mörgum sviðum áberandi anarkísk einkenni. T.d. mikla sjálfboðavinnu, og gott aðgengi að fjölmiðlum. Það vantar þó átakanlega mikið upp á að ríkisstjórnin og æðstu embættimenn séu lýðræðissinnaðir. Vald spillir.
Lög eru ekki frá Gvuði. Lög eru sett af venjulegum manneskjum og eiga það til að vera meingölluð. Þau lög sem eru sett sérstaklega í þeim tilgangi að tryggja fámennum hópi vald (t.d. þau lög að mönnum beri að hlýða lögreglu, sama hve fáránlegar skipanir hún gefur) eru stórhættuleg og ég fagna því að til sé fólk sem er tilbúið til að ögra þeim.
Eva Hauksdóttir, 9.12.2008 kl. 00:11
————————————————————-
Það er fyrir atbeina þessara krakka sem heiðvirt fólk er hætt að mæta á útifundi og í Háskólabíó. Það vill ekki gefa ráðamönnum tækifæri á að kalla sig „skríl“
„Varstu að kasta eggjum?“ var spurt ef fólk sagðist hafa farið á Austurvöll.
Þessi aðferðafræði krakkanna er langt frá því að vera einhver ögrun við ráðamenn eins og þú segir. Þetta gerir ekkert annað en að eyðileggja verðugan málstað sem mér sýnist við vera sammála um.
Óþekkt og óvitaskapur hefur heldur ekkert með anrkí að gera.
101 (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 00:20
————————————————————-
Dóra, mér þykir leitt ef satt er að þessi lögreglukona sé marin á öxlinni. Þessi klisja um að lögreglan sé ‘bara að vinna vinnuna sína’ er þó orðin töluvert þreytt. Við skulum minnast þess að þeir sem leiddu fólk í gasklefana voru líka bara að vinna vinnuna sína.
Lögreglumenn hafa heila eins og annað fólk og það er ekkert sem réttlætir það að fylgja skipunum í blindni þegar samviskan býður annað. Ég er ekki að segja að þessi tiltekna lögreglukona hafi gert siðferðileg mistök með því að ráðast á háværa mótmælendur, ég bara var ekki á staðnum og treysti mér ekki til að meta það. Hún hefur þó sennilega gert töluvert stór mistök með því hvernig hún nálgaðist mótmælendur eða tók á þeim, því yfirleitt þarf nú fólk að vera orðið töluvert reitt, hrætt eða í líkamlegri kvöl, til að bíta frá sér í bókstaflegri merkingu.
Tími beinna aðgerða er runninn upp á Íslandi og það verður ekkert öfundsvert að vera lögga ef ríkisstjórnin ætlar að halda áfram að hundsa almenning. Ef þróunin hér verður eins og í öðrum löndum mun koma að því að einstaklingar innan lögreglunnar þurfi að taka afstöðu til þess hvort þeir ætla að gera sig seka um ódæðisverk gagnvart andófsfólki, eða að hjálpa til við að koma óhæfum valdhöfum frá.
Eva Hauksdóttir, 9.12.2008 kl. 00:23
————————————————————-
101: Það að fólk nennir ekki að standa úti í skítakulda og hlusta á ræður, hefur ekkert með mótmæli anarkista að gera, þótt hugsanlega noti einhverjir það sem afsökun fyrir að vera ekki með. Fólk nennir ekkert að taka þátt í því sem engan árangur ber og þeir sem ekki hafa döngun til að svara fyrir sig ef þeir fá einhvern skæting framan í sig eru nú ekki sérlega liðtækir mótmælendur hvort sem er. Megi þeir verma sófa sína í friði.Eva Hauksdóttir, 9.12.2008 kl. 00:26
————————————————————-
Þeim tókst að verða fræg í einn dag. Létu RÚV og Stöð2 vita fyrirfram enda voru þeir tilbúnir með tökuvélarnar. Gaman, gaman.
Fíflaskapur, og almenn leiðindi eiga ekkert skylt við anarkisma.
101 (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 00:34
————————————————————-
Löggan á óvenju marga aðdáendur sem skilja eftir athugasemdir hér á síðunni. Ég gat ekki séð að þessar aðgerðir á Alþingi í dag væru neitt ofbeldisfullar og raunar ekki svo frábrugðnar því sem fólk á öllum aldri stundaði á borgarafundinum í Háskólabíói í kvöld. Gerð voru hróp og köll að verkalýðsforkólfum og viðskiptaráðherra þegar þeir svör þeirra voru ekki fólki að skapi.
Ég held að fólki væri nær að óttast það sem gerist ef svo fer sem horfir.
Sigurður Hrellir, 9.12.2008 kl. 02:26
————————————————————-
ÚFFFF … það eru virkilega hættuleg sjónarmið sem Eva Hauksdóttir setur fram hér. Það, að eitthvað réttlæti að við snúumst gegn lögreglunni og lýðræði í landinu!!!!!!!!!!!!!!!!!! NEI NEI NEI. Núna þurfum við að standa saman, engan svona fíflaskap og kjánalæti eins og voru við Alþingishúsið í dag og Lögreglustöðina nýlega. Líklega eru það ekki margir foreldrar sem ala slíkt virðingarleysi upp í börnunum sínum eins og hægt er að lesa hér hjá sumum … enda eru þetta bara örfáir krakkar/ungmenni sem haga sér svona illa. Þau vita ekki betur, kannski alin upp við svona virðingarleysi og ofbeldi. Lögreglan er að sinna vinnunni sinni og gerir það afskaplega vel að mínu mati. Ótrúlegt hvílíkt æðruleysi, kjark og dugnað þau sýna öll sem í lögreglunni starfa. Við skulum muna að þau leggja sig í hættu dagsdaglega fyrir okkur borgarana, EN samt eru þau auðvitað bara fólk eins og við, með sínar skuldir og erfiðleika eins og allir aðrir!
„Haukurinn“ skrifar frábærlega hér áðan …. 100% sammála honum, Sollu og fleirum hér sem hafa skrifað skemmtilega og raunsætt.
Katrín Linda Óskarsdóttir, 9.12.2008 kl. 08:21
————————————————————-
Sæl aftur,
Tinna: „Kannske þú ættir að lesa sögubækur, Haukur. Hefurðu heyrt um Nuremberg-lögin? Þó eitthvað sé leyft (eða bannað) með lögum er það ekki sjálfkrafa réttlátt (eða óréttlátt)“.
Jú Tinna, ég hef lesið sögubækur og væntanlega þær sömu og þú. Ég hef aukinheldur heyrt um Nurnberg lögin. En eins og þú segir sjálf, þá er það ekkert sjálfkrafa óréttlátt þó eitthvað sé leyft/bannað með lögum.
Það sem ég var að reyna að fá í gegn, var það að samlíkingar milli þriðja ríkis þjóðernissósíalista í Þýskalandi um miðja síðustu öld og það sem er í gangi á Íslandi í dag eru vægast sagt óraunhæfar. Skyndilega eru anarkistískir mótmælendur settir í hóp með gyðingum, sígaunum, fötluðum, samkynhneigðum og öðrum sem Nasistar reyndu að hreinsa úr sínu þjóðfélagi. Því finnst mér að þessi samlíking sé hreint út sagt móðgun við söguna. Hér er eingöngu verið að tala um handtökur vegna óspekta og óláta ekki þjóðhreinsun.
Frú Eva: Nú fara að vandast málin. Anarkismi sem æðsta form lýðræðis? Það fer hreinlega eftir því hvaða stefnu innan anarkismans maður aðhyllist. Vald spillir vissulega. Ég held að við séum að grunninum til sammála um það að margt sé rotið í íslensku stjórnkerfi og stjórnmálum en ósammála um þær leiðir sem ber að fara til þess að fá úr því bætt.
„Lög eru ekki frá Gvuði. Lög eru sett af venjulegum manneskjum og eiga það til að vera meingölluð. Þau lög sem eru sett sérstaklega í þeim tilgangi að tryggja fámennum hópi vald (t.d. þau lög að mönnum beri að hlýða lögreglu, sama hve fáránlegar skipanir hún gefur) eru stórhættuleg og ég fagna því að til sé fólk sem er tilbúið til að ögra þeim“.
Ögrun já, ofbeldi og ólæti nei. Hvað kom fyrir friðsamleg mótmæli? Það virðist hafa virkað í Tælandi, ekki satt? Þar settust mótmælendur að á ýmsum opinberum vettvöngum og færðu sig ekki úr stað. Ég held sem fyrr, að við séum öll, eða meirihluti okkar, sammála um það að komin sé tími til að breyta til. Það sem við erum ósammála um eru aðferðirnar.
Haukurinn, 9.12.2008 kl. 09:14
————————————————————-
Skorrdal, LESTU það sem aðrir skrifa áður en þú blaðrar … lestu það sem „haukurinn“ skrifar hér 9:14 … þitt svar er út úr kú .. eins og alltaf reyndarKatrín Linda Óskarsdóttir, 9.12.2008 kl. 09:45
————————————————————-
Skorradal: Ef þeim var meinaður aðgangur að þingpöllum þá er það vissulega brot gegn þeirra rétti, en það að kalla þingverði, sem eru starfsmenn Alþingis, valdstjórnina er, sem fyrr, djúpt í árina tekið.
Í aðgangsreglum Alþingis segir:
11. gr. (Þingpallar)
Aðgangur að þingpöllum er öllum opinn, en áheyrendur skulu vera kyrrir og hljóðir. Brjóti nokkur því í gegn getur þingvörður eða lögreglumaður vísað honum á braut.
Ef athafnirnar voru friðsamar, þá ætti þessum ágætu einstaklingum að hafa verið tækt að sitja þingfundinn. Samkvæmt fréttum þá léku þau hinsvegar á alls oddi og voru með ólæti, sem samkvæmt ofangreindu réttilega veitir heimild til að vísa þeim á braut. Fóru þau jafn friðsamlega og þú segir að þau hafi komið? Röksemdafærsla mín stendur því þar til annað verður sannað. Hér ber að nefna, að ég byggi mál mitt á þeim upplýsingum sem birtar eru í fjölmiðlum. Ef þeir fara með rangt mál, þá fyrst fellur röksemdafærsla mín um koll.
Haukurinn, 9.12.2008 kl. 10:10
————————————————————-
Skorradal: Vissulega er hægt að kalla það ‘mín mistök’ að treysta á fjölmiðlana, en þeir eru samt sem áður fjórða valdið og eiga í krafti þess að standa fyrir óvilhöllum upplýsingaflutningi. Aukinheldur nefnir frú Eva það sjálf, að á Íslandi sé gott aðgengi að fjölmiðlum. Ætti það ekki að tryggja það að raddir allra fái að heyrast?
Nú hefur þú sjálfur söguna beint frá fólkinu sjálfu, en það er samt sem áður aðeins önnur hlið málsins ekki satt? Hví ert þú betur staddur en ég?
Þingverðir eru vissulega hluti af þeirri starfsemi sem fram fer í Alþingi, en það er fullmikið að nefna þá ‘valdstjórnina’.
„[Á]róður er jafnmikið í gildi í dag og á tímum Göbbels“. Enn dýfa menn sér í nasistalaugina. Það finnst mér varasamt.
Góðar stundir.
Haukurinn, 9.12.2008 kl. 10:30
————————————————————-
Sæll aftur vinur,
Við ættum kannski að hittast við tækifæri og ræða málin – þessi endalausa athugasemdaruna er farin að taka frá mér tíma sem ég í raun ætti að verja í annað.
Vissulega má gagnrýna fjölmiðlana. Vissulega geri ég mér grein fyrir tengingu Göbbels við áróður – í ljósi fyrri athugasemda var ég aðeins að reyna að draga úr síendurteknum tengingum milli stöðu mála í Þýskalandi, á þriðja og fjórða áratugi síðustu aldar, og Íslandi nútímans. Það finnst mér hreinlega yfirlýsingaklám.
Vera má að þú hafir bæði reynslu og þekkingu um fram mig, en líkt og aðrir þá hef ég samt sem áður rétt á því að hafa skoðun og láta hana í ljós. Hvort ég sé mér fært að halda því áfram á þessum vettvangi eður ey verður að koma í ljós.
Enn og aftur, góðar stundir.
Haukurinn, 9.12.2008 kl. 10:55
————————————————————-
Ég er ekki öllum hnútum kunnug, en ég þykist vita það að lögreglan VEIT að hún er undir smásjá borgaranna (og bloggaranna) og myndi aldrei taka á ólátum nema hún neyðist til þess. Þetta tilvik lítur út fyrir að vera slíkt. Það er engin/n öfundsverð/ur að vinna sem lögga í dag.Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.12.2008 kl. 12:09
————————————————————-
Það að við teljum á okkur brotið, réttlætir það aldrei að við förum niður á sama plan og (í þessu tilfelli), ríkisstjórnin. Þá erum við engu betri sjálf, og erum ekki hæf til að takast á við þessi verkefni sem okkur finnst að þurfi að vinna.
Þetta er fámennur hópur sem hagar sér eins og vitleysingar væntanlega, en mikið hroðalega er hann að eyðileggja fyrir þeim sem eru að mótmæla í alvöru. Þetta er ástæðan fyrir, að það dregur úr þeim fjölda sem kemur saman, það vill ekkert heilbrigt fólk taka þátt í svona vitleysu.
En hins vegar sýnir þessi fámenni hópur svolítið sem er landlægt í okkur íslendingum, en það er að þurfa að fá alla skapaða hluti strax. Góðir hlutir gerast hægt, og sem betur fer er þorri íslendinga það skynsamur að sleppa ekki taki á glórunni, eins og þessi litli hópur. Góðar stundir
Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir, 9.12.2008 kl. 13:07
————————————————————-
Skorradal: „Það sem þú lest í fjölmiðlum er áróður. Ekki trúa öllu því sem kemur á prenti eða vef; það eru þín mistök“.
„Ef þú vilt treysta blöðunum, þá þú um það. Það er langt síðan ég sá í gegnum það bull sem þar kemur fram. Og of margir blaðamenn sem hafa trúað mér fyrir því hvernig þetta virkar allt í raun og veru“.
En samt á að lesa DV?
Haukurinn, 9.12.2008 kl. 13:44
————————————————————-
Afsakaðu misnefnið.
Greinileg lesblinda í gangi.
Haukurinn, 9.12.2008 kl. 13:53
————————————————————-
Ja ég er svo aldeilis hlessa og gáttaður á barnalegum einfeldnigsskap ef ekki helberri heimsku sumra hverra sem að hér tjá sig.
Sumir hverjir hérna tjá sig rétt eins og þessir krakka(skríll) hafi verið vopnaður og stórhættulegur alþingismönnum og lögreglu.
Það eina sem þau gerðu var að gera köll að því óþjóðaliði sem nú situr á alþingi og bruggar sín launráð og landráð dag eftir dag án þess að hlusta á íslensku þjóðina sem hefur gert kröfur um óhlutdræga rannsókn á þessu öllu saman og að einhverjir séu látnir sæta ábyrgð.
Nú hafa menn horft uppá það í fleiri vikur að þessir svokölluðu ráðamenn þrjóskast við og láta jafnvel svo lítið að ávarpa þúsundir manna með þeim orðum að þeir séu ekki fólkið í landinu. Virðingarleysi þeirra gagnvart íslensku þjóðinni er algert .
Mér finnst Gunnar Dal lýsa þessu ágætlega í ljóði sínu: Valdsins menn.
Valdsins menn
sér takmark eiga eitt:
ekki að skapa
eða bæta neitt.
Aðra menn
að þrælum gera þeir
í þeirra heimi
ei frelsið ríkir meir.
Sá heimur aldrei
heyrir önnur rök,
að hugsa sjálfstætt
verður dauðasök.
Þú gerir það
sem aðrir ætlast til.
Og aldrei spyrðu
hvað sé þér í vil.
Þú aldrei spyrð
um hvað sé rangt og rétt,
því ráða menn
í hinni nýju stétt.
Og valdsins menn
sér takmark eiga eitt:
að ekkert geti
valdi þeirra breytt.
Gunnar Dal – Öld Fíflsins – 1981
Ég fyrir mína parta hef ekki tekið þátt í þessum svokölluðu skrílslátum en að því kemur að ég mun gera það því ég vil ekki horfa uppá það til framtíðar að krimmar og landráðamenn vaði hérna uppi undir formerkjum þess að hér ríki lýðræði, þingræði og önnur álíka hugtök sem eru ekki pappírsins virði miðað við ástandi í dag.
Það eina sem ríkir er glapræði og gott til þess að vita að það sé til ungt hugsjónafólk sem þorir að láta til sín heyra og berjast fyrir betra siðaðra samfélagi sjálfum sér og sínum afkomendum til handa.
Svo eru notuð rök eins og þau að þetta kosti nú pening fyrir skattborgara að þrífa eftir eggjakastið og einhverjar málningarslettur. Er ekki í lagi með þá sem að þetta segja. Vita þeir hversu mörg þúsnd miljónir hafa tapast fyrir óráðsíðu og glæpsamlegt athæfi banka- og ráðamenn. Er í lagi að þrífa til eftir þá?
Það væri bærilegt ástandið hérna á vesturlöndum ef að þeir sem að stóðu að frönsku byltingunni hefðu hugsað svona svipað þegar þeir rifu upp götusteinana til að byggja götuvígi og berjast fyrir betra og réttlátara samfélagi sem svo sannarlega hefur skilað sér til okkar hér í hinum vestræna heima.
Árans. Þetta lendir á okkur frönskum skattborgunum að laga skemmdirnar eftir ykkur ófriðarseggina!!! Djöfull er það skítt!!!
Hjákátleg setning en engu að síður sönn þegar skaplausir sófabesserwisserarnir láta til sín heyra.
Farið að sýna smá sjálfsvirðingu og manndóm helv…. gungurnar ykkar og hættið að nota hugtök eins og lýðræði og þingræði því þið hafið greinilega ekki hugmynd fyrir hverju þessi hugtök standa eða réttara sagt ættu að standa.
Ég lýsi yfir virðingu minni gagnvart þessu baráttufólki sem hefur hjartað á réttum stað og þor til að gera eitthvað í málunum.
Eggert Vébjörnsson, 9.12.2008 kl. 17:46
————————————————————-
„Og fyrir mína parta hef ekki tekið þátt í þessum svokölluðu skrílslátum en að því kemur að ég mun gera það því ég vil ekki horfa uppá það til framtíðar að krimmar og landráðamenn vaði hérna uppi undir formerkjum þess að hér ríki lýðræði, þingræði og önnur álíka hugtök sem eru ekki pappírsins virði miðað við ástandi í dag.“
Þú ert sem sagt tilbúin að gerast krimmi og landráðamaður til að hafa þitt í gegn.
Og þá verður þú engu betri en þeir sem þú ert nú að fordæma.
Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir, 9.12.2008 kl. 18:43
————————————————————-
Hmm verður maður krimmi og landráðamaður við það að gera köll að alþingismönnum eða láta til sín taka að öðru leiti? Þú segir mér fréttir Sigurlaug!
Legg til að þú legðir smá rækt við að efla skilning þinn á rituðu máli og hugtökum eins og krimmi og landráðamaður áður en þú tjáir þig meir.
Eggert Vébjörnsson, 9.12.2008 kl. 18:54
————————————————————-
Hendi þessum orðum þínum í þig aftur. Hefur þú eitthvað betri skilning á því en ég?, hverja varst þú að kalla krimma og landráðamenn án þess að hafa með lögformlegum hætti sannað það, um þá, frekar en ég um svonefnd skrílsslæti.
Held að þú ættir að hugsa aðeins lika. Við förum nefnilega bæði með staðlausa stafi þar til eitthvað hefur verið sannað með réttum aðferðum. Og þær aðferðir eru ekki að leggjst í forina eins og svín, eins og við teljum ríkisstjórnina hafa gert.
Þá erum við komin á sama plan og þeir. Við erum að predika það að verða betri, og gera hlutina rétt, og sem kemur allri þjóðinni til góða, eða var það ekki????
Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir, 9.12.2008 kl. 19:15
————————————————————-
Landráðamaður er sá sem ógnar öryggi eða sjálfstæði þjóðar sinnar. Það eru ekki miklar líkur á að hægt sé að koma lögum yfir þá sem dómarar eiga allt sitt undir, þannig virkar spilling og valdníðsla en meti nú hver fyrir sig hvort lántökur upp á mörg hundruð milljarða tefli sjálfstæði okkar í hættu.Eva Hauksdóttir, 9.12.2008 kl. 19:21
————————————————————-
Sigurlaug. Ekki snúa útúr. Þú ert vafalaust vænsta kona og vilt vel.
Þú segir hinsvegar orðrétt hvort að ég ætli að gerast krimmi og landráðamaður með því að taka þátt í einhverjum aðgerðum. Nú finnst mér það ekki bera með sér réttan skilning á akkúrat þeim tilteknu hugtökum. Eða hvað finnst þér.
Og þessutan þá þarf oft á tíðum ekki að bera fyrir sig frasa eins og lögformleg sönnunarbyrði. Ef þú sérð mann lemja mann þá er það akkúrat það sem þú sást burtséð frá allri lögformlegri sönnunarbyrði.
Eins með þá atburði sem hafa verið að gerast í íslensku þjóðfélagi undanfarnar vikur. Það má lesa um krosseignafélög og baktjaldamakk á nánast annarri hverri bloggsíðu þar sem þetta kemur skýrt fram. Við heyrum og lesum sögur um Stím og fyrrverandi eignarhaldsfélag samvinntrygginga sálugu og það fer ekki fram hjá fólki hvað er að gerast burðséð frá allri lögformlegri sönnunarbyrði.
Heilbrigði skynsemi og ályktunargáfa er okkur í blóð borin þó svo að hún sé kannski ekki alltaf til staðar eða 100% rétt.
Vonandi að okkur takist að gera góða hluti allri þjóðinni til góða eins og þú segir en ég held að friðsöm mótmæli dugi ekki ein og sér.
Eða sýnist þér Sigurlaug að þau séu að skila árangri ?
kær kveðja
Eggert Vébjörnsson, 9.12.2008 kl. 19:45
————————————————————-
Það má vel vera að við setjum ekki sama skilning í orðið landráðamaður, en ég tel það landráðamenn og konur, ef menn ætla að fella lýðræðiskjörna stjórn með ofbeldi. Og eins og ég benti á hér fyrr, tel ég það vera hluta skýringar á því, af hverju fækkar í hóp mótmælenda þá , að lítill hópur er tilbúin að fara beita hraðari aðgerðum.
Þú spyrð hvort mótmælin hafi skilað árangri, já það tel ég vera, það er að breytast hugsun nokkurra þingmanna, og þeir munu verða fleiri. En góðir hlutir gerast hægt, og við ættum kannski að fara venja okkur af því, að ætlast alltaf til að fá allt í gær. Það var jú það sem kom okkur í þessa klípu. Kv
Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir, 9.12.2008 kl. 20:15
————————————————————-
Landráð eru skilgreind í stjórnarskránni svo þeir sem líta á hana sem heilagt plagg þurfa ekkert að hafa skoðun á því hvað teljist til landráða. Samkvæmt stjórnarskránni eru það sumsé landráð að stofna öryggi og/eða sjálfstæði þjóðar sinnar í hættu.
Dæmið sem Skorrdal nefnir er dæmi um að öryggi okkar hafi verið ógnað í skjóli valdníðslu. Lántökurnar sem nú er verið að pína okkur í eru dæmi um að sjálfstæði okkar sé ógnað, með valdníðslu.
Ég hef enn ekki heyrt neinar fréttir af því, hvað þá orðið vitni að því að nokkur reyni að fella lýðræðislega kjörna stjórn með ofbeldi. Hinsvegar hefur undanfarið borið á ofbeldislausu andófi sem felur í sér borgaralega óhlýðni. Í morgun var gerð tilraun til að hindra aðgengi ráðherra að fundi. Í gær reyndi hópur að flæma þá út með hávaða. Fyrir nokkrum vikum var Valhöll máluð rauð og má sjálfsagt flokka það til skemmdarverka.
Hávaði er ekki ofbeldi og árás á byggingu er ekki ofbeldi. Hitt er svo annað má að ef beinar aðgerðir verða líka hundsaðar þá munu þær þróast út í óeirðir. Það hefur allavega gerst allsstaðar annarsstaðar í heiminum.
Sigurlaug vill svo kannski útskýra nánar hvað hún á við með því að hugsun nokkurra þingmanna sé að breytast. Hvaða þingmenn ertu að tala um, hvernig hefur hugsun þeirra breyst og hvernig birtist sú hugarfarsbreyting?
Eva Hauksdóttir, 9.12.2008 kl. 20:48
————————————————————-
Eva! Hvernig dettur þér í hug að eiga svo mikið sem orðaskipti við alla þessa gjörsamlega vonlausu einstaklinga(með örfáum undantekningum þó)
Eva. Mér þykir þú alltof mikil manneskja til að láta bjóða þér þvílíkt og annað eins. Flott hjá þér að upplýsa almenning um staðreyndir eins og þú gerir í bloggfærslunni þinni. En þú þarft ekki að svara eða útskíra eitt né neitt fyrir einum né neinum. – Gífurlega niðurlægjandi, heimskulegar og óvitrænar athugasemdir sem ég sé hér.
Mér þykir of vænt um þig, Eva, til að segja ekki við þig ;
„Hættu að henda perlum þínum fyrir svín“!
Og til ykkar hinna: Hvern andskotann kemur þetta ykkur við! Þvílíkur regin dónaskapur við móður ungs manns, sem er að vinna skítverkin fyrir ykkur. Ojbara.
Ingibjörg SoS, 10.12.2008 kl. 00:40
————————————————————-
Eva: „Helgi: Það eru ekki örfáir sem vilja þessa ríkisstjórn burt. Um 70% þjóðarinnar fylla þann hóp og já, það er einmitt mjög lýðræðislegt að lítill hópur fólks krefjist þess að hlustað sé á fjöldann.“
Má vera að 70% þjóðarinnar vilji ríkisstjórnina burt. En hvernig getur þú gefið þér að það þýði að 70% þjóðarinnar séu samþykk aðgerðum eins og þú ert að verja? Ég hef á tilfinningunni að meirihluti þjóðarinnar sé andvígur þeirri hegðun, vona að einhver hafi hugmyndaflug í að gera skoðanakönnun um það.
Ef það verður gert og í ljós kemur að meirihluti þjóðarinnar er andvígur eggjakasti, málningarslettum og truflun á starfi stjórnsýslunnar, munt þú þá stíga lýðræðislega til hliðar?
Páll Geir Bjarnason, 10.12.2008 kl. 00:51
————————————————————-
Eva, þarf sonur þinn virkilega að fara og fá það stafað ofan í sig afhverju þetta fólk var handtekið ?
Eruð þið virkilega svona nautheimsk ?
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 11:08
————————————————————-
Eva, ertu grínlaust að líkja lögreglumönnum sem reyna að stoppa háværa, grímuklædda mótmælendur sem ryðjast inn á alþingi með hávaða og látum og ryðja niður þingverði, við þá sem leiddu gyðingana inn í gasklefan? Það er ólöglegt að trufla störf þingsins þess vegna kom lögreglan á staðinn þetta er ekki flókið. Það að bíta, hrinda, sparka og skyrpa, eins og mótmælendur hafa gerst sekir um, er til háborinnar skammar og engan vegin málstaðnum til framdráttar. Ástæða mótmælanna er fyrir löngu komin í 2 sæti eða jafnvel neðar og athyglissýkin farin að taka öll völd.
Þetta er orðið þannig í fréttum að maður þarf að leita að upplýsingum um skráð atvinnuleysi og verðbólgu, maður fær ekki fréttir af því vegna þess að fréttatímar eru fullir af fréttum um ofsafulla mótmælendur! Það er ekki einu sinni rætt um lausnir lengur, ekki neitt nema læti!
Í guðanna bænum komum umræðunni aftur í gang ef við eigum að komast út úr þessum vanda sem við erum í.
Aliber, 10.12.2008 kl. 12:26
————————————————————-
Veistu……… Við erum ung.reið og SAMÞYKKJUM aldrei álagðar skuldir manna sem enginn veit hver er…
Við erum mörg í mismunandi aðstæðum………
Við munum ALDREI samþykkja falda skatta eða hækkun á einu né neinu……
Við samþykkjum ekki niðurskurð í velferðarkerfi né munum við SAMÞYKKJA að þessir menn gangi í burt ósnertir.
Við erum mörg og munum fjölga.
Bara Steini, 10.12.2008 kl. 18:18
————————————————————-
Tek undir
Ég lýsi yfir virðingu minni gagnvart þessu baráttufólki sem hefur hjartað á réttum stað og þor til að gera eitthvað í málunum.
Er líka stoltur af því að enn séu til Menn og Konur með sannfæringu og láti ekki óréttlæti yfir sig og börn sín ganga
Kveðja Með mikilli virðingu
Æsir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 19:57
————————————————————-
Eva á alveg eftir að svara spurninguni minni. Hún hlítur að gera sér grein fyrir því að það er lögbrot að trufla störf alþingismanna. Hversvegna ætti sonur hennar þá að vera að krefjast frekari skýringa á handtökum á skrílnum nema að vera með greindarvísitölu á við ljósastaur ?Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 20:12
————————————————————-
Þú segir oss fréttir Arnar Geir! Eru það lögbrot að trufla störf alþingismanna. Ljótt er að heyra á þessum síðustu og versu tímum að blessuðu alþingismennirnir hafi ekki vinnufrið til „góðra verka“.
Á þínu innleggi vil ég leyfa mér að fullyrða að þú sért hrokagikkur og fábjáni miðað við orðalagið hjá þér og Eva ætti að láta það ógert að svara manni af þínu sauðahausi.
Eggert Vébjörnsson, 10.12.2008 kl. 20:20
————————————————————-
Ef það er eitthvað sem hún ætti að láta ógert þá er það að vera að tjá sig um málefni líðandi stundar. Manneskja sem heldur því fram að anarkismi sé lýðræði gæti allt eins reynt að mótmæla við vegg.Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 20:43
————————————————————-
Það er fullkomlega eðlilegt að einhver dragi í efa rétt lögreglu til að skipta sér af mótmælaaðgerðum. Lögreglan er að verja lögleysu og siðspillingu með því að verja vald ríkisstjórnar og embættismanna og það er pólitísk ákvörðun. Þegar lögreglan getur ekki útskýrt á forsendum hvaða lagagreinar er verið að svipta þig frelsi, þá er eitthvað að.Eva Hauksdóttir, 10.12.2008 kl. 22:06
————————————————————-
Landið er í höndum glæpaklíku sem er í óðaönn við að hylja sporin eftir sig.
Sjálfstæðisflokkurinn situr á öllum lykilpóstum glæpastarfseminnar báðum megin við borðið, í bönkunum, fjármálaeftirliti, Seðlabanka og ríkisstjórn.
Þeir hafa nú haft 2 mánuði til að afskrifa eigin skuldir og eyða gögnum,
Á meðan er búið að samþykkja lán og skuldaviðurkenningar uppá 3000 milljarða ISK (10,8 milljarða $) sem almenningur á að borga.
Þessi ríkisstjórn og alþingismenn hafa ekkert umboð frá mér og mínu fólki til að veðsetja landið á þennan hátt.
Íslendingar verða núna að heyja nýja sjálfstæðisbaráttu og endurreisa lýðveldið.
Ef þessi spillta klíka fer ekki frá með góðu, verður að setja á stofn útlagastjórn í einhverju nágrannalandi Íslands og fá aðstoð vinveittra þjóða til að frelsa landið.
Á næstu mánuðum munu þúsundir Íslendinga verða að flýja land vegna efnahagsþrenginga.
Það mun þannig verða nægur liðsafli til að leggja sjálfstæðisbaráttunni lið frá erlendri grund.
Orð Jóns Sigurðssonar á þjóðfundi þann 9. ágúst árið 1851 eiga að vera okkur að leiðarljósi!
“Vér mótmælum allir“
RagnarA (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 22:21
————————————————————-
Eva hefur ekki enn svarað spurningu minni. Spurningu sem ætlað er að mæla hversu lýðræðisleg áform hennar eru í raun og veru. Ég endurtek færsluna bara:
Eva: „Það eru ekki örfáir sem vilja þessa ríkisstjórn burt. Um 70% þjóðarinnar fylla þann hóp og já, það er einmitt mjög lýðræðislegt að lítill hópur fólks krefjist þess að hlustað sé á fjöldann.“
Má vera að 70% þjóðarinnar vilji ríkisstjórnina burt. En hvernig getur þú gefið þér að það þýði að 70% þjóðarinnar séu samþykk aðgerðum eins og þú ert að verja? Ég hef á tilfinningunni að meirihluti þjóðarinnar sé andvígur þeirri hegðun, vona að einhver hafi hugmyndaflug í að gera skoðanakönnun um það.
Ef það verður gert og í ljós kemur að meirihluti þjóðarinnar er andvígur eggjakasti, málningarslettum og truflun á starfi stjórnsýslunnar, munt þú þá stíga lýðræðislega til hliðar?
Páll Geir Bjarnason, 11.12.2008 kl. 02:10
————————————————————-
Páll Geir. Ef kemur í ljós að 70% þjóðarinnar fordæma aðgerðir eins og þær sem ég hef staðið fyrir, þá mun ég taka það til mín. Mér finnst þó ekki sérlega líklegt að sú sé raunin. Fyrir tveimur árum tóku einhverjir upp á því að safna undirskriftum á netinu til að skora á Saving Iceland að leggja niður beinar aðgerðir. Þrátt fyrir mikla fjölmiðlakynningu tókst þeim aldrei að safna svo mörgum undirskriftum að þeim þætti taka því að skila þeim til okkar. En gjörðu svo vel að reyna. Eins ef þú smalar 7000 manns á Austurvöll til að mótmæla mínum vinnubrögðum þá verður það ekki hundsað.Eva Hauksdóttir, 11.12.2008 kl. 09:59
————————————————————-
Já og mér þykir leitt að geta ekki svarað öllum jafnóðum en því miður er ég ekki atvinnubloggari og það fer töluverður tími í að skipuleggja byltingu. Fyrir nú utan það að vinnan á það til að slíta sundur fyrir mér daginn.Eva Hauksdóttir, 11.12.2008 kl. 10:01
————————————————————-
Eva, lögreglan starfer eftir starfsreglum sem að Alþingi setur, hvað af því skilur þú ekki ???
Þjóðin kýs fólkið á Alþingi og má þá segja að lögreglan starfi eftir lögum þjóðarinnar.
Hvort sem að þér eða ákveðnum hóp líkar það betur eða verr þá er það starf lögreglunar að handtaka þá sem gerast brotlegir gagnvart okkar lögum.
Þú þarft alvarlega að fara að hugsa þinn gang. Þakkaðu bara fyrir að þeir skuli ekki kæra þig og stinga þér og fleiri mótmælendum í fangelsi því lög GEFA þeim heimildir til þess. Og stór hluti þjóðarinnar myndi klappa og taka ofan af fyrir þeim ef þeir myndu stinga ykkur inn.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 15:26
————————————————————-
‘Eva, lögreglan starfer eftir starfsreglum sem að Alþingi setur, hvað af því skilur þú ekki ???’
-Veit ek þat Sveinki. Það er hinsvegar svoleiðis með lög að þau eru bæði túlkunaratriði og svo gerist það stundum að ein lagagrein getur stangast á við aðra. Margsinnis hafa dómstólar, víða um heim komist að þeirri niðurstöðu að réttur fólks til að láta í ljós skoðanir sé vinnufrið æðri. Auk þess gerðist það þarna, eins og svo oft áður í mótmælaaðgerðum að fólk var handtekið af handahófi. Þeir sem voru handteknir höfðu ekki á nokkurn hátt gengið harðar fram en aðrir og það er sjálfsagt mál að gera athugasemdir við það þegar lítur út fyrir að persónuleg óvild í garð einstaklinga sé hvatinn að handtöku, fremur en það sem þeir eru að gera. Ef mótmælaaðgerðir eru notaðar sem afsökun lögreglunnar fyrir að leggja einstaklinga í einelti, þá á að sjálfsögðu að krefjast skýringa.
Eva Hauksdóttir, 11.12.2008 kl. 15:43
————————————————————-
Já Eva, lögregluni datt það nefnilega í hug að handtaka fólkið útaf því að þeim er svo illa við það.(* fyrir heiladauða aðila þá er þetta kaldhæðni *)
Auðvitað eru mótmælaaðgerðirnar ástæðan en enginn afsökun.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 16:07
————————————————————-
Jæja, og ef það var aðgerðin sem er ástæðan, af hverju voru þá ekki allir handteknir?
Nei, einmitt. Lögreglan gat ekki svarað því heldur.
Eva Hauksdóttir, 11.12.2008 kl. 16:43
————————————————————-
Flott svar Eva. Ég hef gaman af að fylgjast með ykkur… þangað til að fólk fer að meiðast.
Bónusfánaatriðið hjá stráknum þínum var algjör snilld haha 😀
Páll Geir Bjarnason, 11.12.2008 kl. 17:40
————————————————————-
Eftir þvi sem eg kemst næst voru þeir handteknir sem ekki hlyddu fyrirmælum lögreglu og letu hvað verst. Sjalfsagt matsatriði undir kringumstæðum hverju sinni. Full astæða til að handtaka folk sem ekki hlyðir fyrirmælum lögreglu og lætur ofriðlega. Til hvers að ögra lögreglumönnum ef þu ert ekki tilbuinn til að vera handtekinn?Aliber, 11.12.2008 kl. 18:46
————————————————————-
Eva, ég held að Aliber hafi svarað þessu mjög vel.
Það er óþarfi að handtaka fólk sem tekur tiltali og róar sig og labbar af sjálfsdáðum út.
En ef þú endilega villt láta handtaka alla þá endilega sendu lögregluni bréf og láttu hann vita næst þegar þið látið til skarar skríða svo hún geti verið með mannafla á staðnum tilbúin að handtaka ykkur öll.
Það er kannski spurning líka að maður eigi að skreppa niður á lögreglustöð og leggja fram kæru??? Þið eruð að skemma mínar eigur, og brjóta mín lög. Sem Íslendingur tel ég mig eiga minn hlut í Alþingishúsinu og Seðlabankanum og gæti þetta því hæglega talist sem persónulegt tjón til mín og alveg eins mín skylda að leggja fram kæru gagnvart þér eins og það er skylda lögregluembættisins.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:00
————————————————————-
Afhverju byrjar þú þá ekki á því Arnar Geir að fara niður á lögreglustöð og kæra fjárglæframennina, fjármálaeftirlitið, seðlabankastjórn og ríkisstjórn fyrir það tjón sem þau hafa valdið þér með glæpsamlegum aðgerðum og sumppart aðgerðarleysi.
Ef þú átt börn þá eiga þau eftir að bera byrðarnar um ókomin ár. Finnst þér það í lagi?
Eða þú ert bara kannski að það eigi að dæma og fangelsa þá sem stela brauðhleyf en láta þá valsa sem stela hundruðum miljóna vegna þess að það eru svona respektable hvítflibbaglæpamenn.
Svo veit ég nú ekki til þess að miklar skemmdir hafi átt sér stað enn sem komið er.
Eða veistu til þess??
Eggert Vébjörnsson, 11.12.2008 kl. 21:55
————————————————————-
Páll Geir og fleiri….svona aðgerðir hafa ótrúlegan og vaxandi stuðning.
Á vef Bylgjunar var spurt á dögunum hvort fólki fyndist aðgerðir í þinghúsinu réttlætanlegar. 40 % sögðu já 60 % sögðu nei. Nokkur þúsund svara yfirleitt þessari spurningu á Bylgjunni.
Ótrúlega stór hópur styður í huga sér það fólk sem mótmælir á þennan hátt og það er mikil breyting frá því sem áður var þegar hlegið var að því.
Þessi breyttu viðhorf bera vott um vaxandi örvæntinu fólks sem vill ríkistjórnina burtu. Farvegur óánægju sem áður var óhugsandi í huga venjulegs fólks er nú að verða sífellt áleitnara úrræði.
Því miður stöndum við frammi fyrir því að þetta á bara eftir að versna….
Besta kveðja til ykkar allra.
Eyjólfur
Eyjólfur Sturlaugsson, 11.12.2008 kl. 23:03
————————————————————-
Grétar prófaðu þessa aðferð þína áður en þú heldur til mótmæla næst!!!Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 01:02
————————————————————-
60% er lýðræðislegur meirihluti síðast þegar ég vissi!Páll Geir Bjarnason, 12.12.2008 kl. 02:12
————————————————————-
Páll, það eru 60% sem eru á móti þessum aðgerðum ykkar. Lærðu að lesa hluti til lengdar áður en þú ferð að skjóta á fólk!Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 13:26
————————————————————-
Reyndar var spurt um eina tiltekna aðgerð (sem ég tók reyndar ekki þátt í sjálf þótt ég styðji hana af heilum huga) en ekki um beinar aðgerðir almennt.
Enda þótt meirihlutinn fordæmi eina aðgerð er það ekki ástæða til að hafna hugmyndafræðinni almennt. Ekki fremur en ríkisstjórn verður vanhæf þótt 60% þjóðarinnar séu á móti einni tiltekinni ákvörðun, hvað þá ef sú ákvörðun hefur ekki áhrif nema í eina klukkustund.
Það er þó tímanna tákn að svo hátt hlutfall, 40% þjóðarinnar, sé fylgjandi því að alþingismenn séu reknir út úr þinghúsinu með hávaða. Svo róttækar aðgerðir hafa ekki tíðkast á Íslandi og það tekur samfélagið alltaf tíma að venjast nýjum aðferðum. Það að hærrahlutfall skuli styðja þessa aðgerð en ríkisstjórnina er nokkuð sem öfgasinnaðir stuðningsmenn valdníðslunnar mættu taka til athugunar.
Eva Hauksdóttir, 12.12.2008 kl. 15:04