Aðgerðir dagsins

Á meðan óeirðalöggan beið í viðbraðgsstöðu eftir að æstur skríllinn sprengdi Bessastaði í loft upp, laumaðist lítill hópur aðgerðasinna að fjármálaeftirlitinu og læsti því, ekki með mannlegri keðju, heldur bara venjulegri keðju og hengilás úr byggingavörubúð.

Stofnunin var svo merkt ‘Stofnunin lokuð vegna vanhæfis og getuleysis forstjóra’

Snilld. Þessi hópur fær mörg prik hjá mér.

Og pappírstætarinn í morgun. Og Svínið á morgun. Jóla hvað?

mbl.is Reyndu að loka Fjármálaeftirlitinu

One thought on “Aðgerðir dagsins

  1. ————————————————
     Tek undir það. Góður dagur í dag. Vonandi gengur einnig vel á morgun.

    Best þótti mér í dag að forsetinn virðist hafa „kjaftað“ mótmælendurna í kaf. Þeir vissu ekki hvað snéri upp eða niður þegar þeir komu út. Enn með hulinshjálmana en samt eins og spurningarmerki í framan. Það hvarflar að mér að þeir hafi gleymt að bera upp erindið við forsetann. Er það rétt? Hvað var erindið aftur?
    En tætarinn við Landsbankann var góður og keðjan á apparatið frábær.
    kjh

    Posted by: kjh | 22.12.2008 | 23:00:42

    ————————————————

    Neinei, þeir gleymdu því ekki. Erindið var að skora á hann að undirrita ekki fjárlögin. Hann gaf ekkert út á það og ætlar heldur ekki að axla neina ábyrgð á því að hafa mært útrásina. Af þessum sökum líta fundarmenn svo á að þetta hafi verið slæmur fundur enda þótt kakóið hafi eflaust verið fyrirtak.

    Ég er reyndar ekki sammála því að fundurinn hafi verið tilgangslaus. Núna er búið að láta herra forsetann vita af því formlega að til er fólk sem ætlar ekki að taka því þegjandi ef frumvarpið fer í gegn. Ólafur Ragnar Grímsson getur því reiknað með að næst þegar óánægðir borgarar banka upp á hjá honum, verði það ekki nein kurteisisheimsókn.

    Posted by: Eva | 23.12.2008 | 0:15:59

    ————————————————

    Já, þetta eru flottar aðgerðir, begge to. Frábært að læsa FME. Mér finnst líka „Sveltum svínið“ eitursnjöll hugmynd. En mikið er ég samt feginn að hafa klárað jólainnkaupin í dag 🙂

    Svona er maður nú lágkúrulegur.

    Óska þér og þínu fólki gleðilegra jóla.

    Posted by: Toggi | 23.12.2008 | 1:49:18

    ————————————————

    Ég gerði jólainnkaupin mín í gær(ekki í Bónus). Á von á að ég setji nú eitthvað í körfu í Bónus í dag (kanski gleymi ég kortinu:))þetta er allavega aðgerð sem mig langar að taka þátt í.

    Posted by: Stefán H. Jóhannesson | 23.12.2008 | 8:46:57

    ————————————————

    Tjásur af moggabloggi

    Fréttin er reyndar orðin nokkurnveginn rétt núna en fyrst sagði mbl.is að mótmælendur hefðu hlekkjað sig við dyrnar.Eva Hauksdóttir, 22.12.2008 kl. 15:02

    ————————————————

    Við höfum öll verið hlekkjuð í fjármálaánauð vegna getuleysi og viljaleysi yfirstjórnar FME í boði ríkis(ó)stjórnarinnar!Þór Jóhannesson, 22.12.2008 kl. 15:10

    ————————————————

    Sæl Eva,

    gætirðu sent mér skeyti á haukur@grapevine.is?

    Bestu kveðjur og kærar þakkir,

    Haukur S Magnússon

    Haukur SM (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 15:41

    ————————————————

    frábært hjá þeim !Sigurbjörg, 22.12.2008 kl. 16:54

    ————————————————

    Snilld!

    Ég hef sagt það áður en þessi mótmæli hafa minn stuðning 100% …

    ..og eigi þeir skömm fyrir sem gagnrýna þessa mótmælendur sem eru að standa upp og mótmæla þessari spiillingu og þjófnaði útrásarvíkinganna sem viðgegnst hér árum saman undir „eftirliti“ Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans.

    Enginn hefur tekið ábyrgð á þessu .. en er sama fólkið á sínum ofurlaunum.

    Það er hlegið af okkur erlendis vegna þessara ráðamanna okkar. Við verðum að athlægi ef þetta heldur svona áfram.

    AceR, 22.12.2008 kl. 17:07

    ————————————————

    Bara Steini, 22.12.2008 kl. 19:00

Lokað er á athugasemdir.