Áhyggjubrúðurnar mínar eru um 7 cm langar. Þær hafa býsna oft komið mér að góðum notum, sérstaklega í aðstæðum sem maður ræður ekkert við sjálfur. Eins og óveðri.
Í nótt svaf ég eins og steinn á meðan Walter fór út til að hirða upp mænishlífina sem fauk af húsinu hans. Með töluverðum látum skilst mér. Ég sem vakna ef laus þakrenna slæst við húsið.
Ég hef eignast áhyggjubrúðu sem er meira en 180 cm á hæð. Ef geta brúðunnar til að bera áhyggjur helgast af stærðinni, merkir þetta að ég mun framvegis hafa 26 sinnum minni áhyggjur. Ekki svo að skilja að verulegar áhyggjur þjaki mig í daglegu lífi en það er gott að sofa hjá töfragrip. Sérstaklega ef hann heldur utan um mann á meðan maður er að sofna.
——————————————–
Er svo öfundsjúk að mér er illt í maganum.
Posted by: lindablinda | 14.12.2007 | 20:41:35
— — —
Að öðru gersamlega óskyldu.
Ég horfði á CSI Miami í gær og kom auga á leikkonu sem með fasi sínu og návist á skjánum minnti mig á aðra manneskju. 😉
http://z.about.com/d/movies/1/0/w/l/P/harrypotter5prem40.jpg
Posted by: Gilli | 15.12.2007 | 12:06:28
— — —
samgleðst mín kæra:)
Posted by: baun | 15.12.2007 | 13:54:21