Rauð ég ríð, alla tíð
gegnum fannir, frost og hríð
hann berst
þótt blási á móti og bylji á
veðrin verst
Fjöll og fell, blástirnd svell
duna við hans hófaskell
á skeiði
ef skánar veðrið, ber hann mig
heim á leið
Fráan fót, uppí mót
áfram yfir þýfi og grjót
hann ber
og þreyir þunga byrði
á baki sér.