Vísur handa strákunum mínum

Alltaf gleður anda minn
að eiga stund með mínum.
Haukur kitlar húmorinn
með hugmyndunum sínum.

En þurfi vinnu og verklag, þá
vel ég annan snáða.
Darri minn með dökka brá
dugar fyrir báða.

Sett í skúffu haustið 2000

Share to Facebook