Eitt vorkvöld sat ég hálf
í Valaskjálf
að vitum mínum anga engu líka
lagði, svo ég aftur að mér dró
ilminn frjóa, ríka.
Og blóðið brann,
um æðar rann,
ég fann
um mig streyma unaðssæluhrollinn
og kaupmennirnir kalla ilminn þann
Rauða ruglukollinn.
Þeir segja að allt sé vænt
sem vel er grænt
og af því hef ég gengið fram á gnýpu,
Nepal reykt úr niðursuðudós
Norðurljós úr pípu.
En fáar
finna má
sem jafnast á
við jurtir þær af Egilsstaðagötu
sem Ruglukollur þessi er runnin frá
og reykja má úr fötu.
Nú finnst mér allt það dautt
sem ekki er rautt
því aldrei finn ég sama sæluhrollinn
og kvöldið sem mér kaupmaðurinn bauð
Rauða ruglukollinn.
En víst
ég við því býst
ég vilji síst
tárum bæta í niðurtúrapollinn.
Svo lífs míns fjandafæla um það snýst
að forðast Ruglukollinn.