Þang

Hafaldan greiddi sólarlagið frá öxlum þér
og kyssti fjörusteina.
Greip þétt um þanghjartað
og bar það á burt.

Tvö smáhöf á brimsöltu háflæði
skorti seiðmagn
til að flétta sólarlag,
verja fjörugrjót kossum,
festa rótum þitt reikula þang.

Share to Facebook