Haustskógarhárið þitt
hefur fellt lauffreknur
á axlir þínar.
Enn lifa bláberjaaugu mín
í lyngmóaaugunum þínum.
Þó finn ég kvíðann nauða
í nöktum greinum
og bý mig undir næturfrost
þegar ég heyri
vængjaþytinn
í hjarta þér.
Haustskógarhárið þitt
hefur fellt lauffreknur
á axlir þínar.
Enn lifa bláberjaaugu mín
í lyngmóaaugunum þínum.
Þó finn ég kvíðann nauða
í nöktum greinum
og bý mig undir næturfrost
þegar ég heyri
vængjaþytinn
í hjarta þér.