Stokkseyrarfjara

Tileinkað þáverandi sveitarstjórn Stokkseyrar og Eyrarbakka

Oft hef eg setið einn hjá sjónum víðum
umvafinn töfrum þeim sem höfin geyma.
Vængjuðum huga vildi eg heldur sveima.
vorgrænum una sæll hjá fjallahlíðum.

Lífið er gárað hafsins straumi stríðum
stundarkorn gefur fjaran ró að dreyma,
þegar mig dregur þrá til fegri heima
þá hefur suðrið andað vindum þýðum.

Ilmur af þara í aftanblænum hreina.
Stokkseyrar kæra strönd ég aftur lít,
freyðandi brim við fjöruborðsins steina

svífandi yfir kríumóðir hvít.
Krossfiska skel og kuðung hér má greina
sólstafað rek og söl og mannaskít.

Share to Facebook