Sonardilla

Kalda vermir nótt í hvílu minni
sem kúri pysja smá í holu sinni,
breytir hverju böli í sælu að finna
hjúfra við mig hlýja vangann þinn.
Alla ævi mun í myrkri skína
sólargeisli sængina undir mína
meðan ég á litla lundann minn.

Sett í skúffu í nóvember 1992

Share to Facebook