Vax

Heitt vax
er ekki endilega meðfærilegt
þótt það bráðni í deiglunni.

Storknar að sönnu fljótt
á köldu stáli
en mótast að eigin geðþótta.

Víst gæti ég lifað þér til yndis,
í stöðugri myndbreytingu,
fingraför þín
greypt í eðli mitt
ef það er það sem þú vilt.

En þótt ég úthelli hjarta mínu
yfir steðjann
mun engin sleggja
slá þér nothæfar skeifur úr því.

Share to Facebook