Síðsumar

Sjáðu vindinn bylgja hágresið.
Hvað býr í djúpum þess græna fljóts
sem engu fleytir?Sumarkvöld
svamlar máttvana
í grænum öldum grassins.
Nú er af því dregið,
hrekst fyrir vindum
og sekkur í djúp jarðar.
Þar sýgur það úr grasrótum
líf sitt og lit
að skila til moldar á ný
að liðnum vetri.