Rof

Hvað sjá menn svosem
við uppblásið rofabarð?

Fáein græn strá
í svörtum sandi
bera vitni
viðleitni mannanna
í eilífri baráttu við vinda sjó
og sand.

Ekki lái ég þér
að hugsa til framandi stranda.

Þar er ekki sandurinn auðnarland
heldur gylltur af sól og hlýr.

Þar hlaupa fallegar stúlkur
skríkjandi út með öldunni
og börn byggja kastala
í skuggi pálmatrjáa.

Þar er ekki krían
vomandi yfir,
tilbúin að gogga í þig
þegar minnst varir,
engir vindar blása sandi í augu þín
og ekki bera öldur þeirra stranda
lík barna þinna að landi.

Auðvitað ferðu þangað,
auðvitað.

Samt kemurðu aftur
og aftur
á hverju vori
með handfylli af grasfræi

í þeirri staðföstu von
að eitt þeirra skjóti rótum.

Share to Facebook