Brum

Í dag kom vorið.
Það hljóp inn á skítugum skónum og kallaði,
„Sjáðu mamma!
Það er fullt af litlum laufblöðum
að brjótast út úr trjánum.“Og ég leyfði vorinu að
fara út á brúna
alla leið yfir litla skurðinn
sem markaði endalok veraldarinnar í gær.