Ljóð handa fylgjendum

Nýjum degi nægir
neyð er guðir gleyma.
Geta og þrek ef þrýtur
þín er höfnin heima
hlassi þessu þungu
þúfa ef viltu vetla
væta jarðar verða
varmi, svali og selta.

Gegnum regnið gráta
gagnast þeim er þagna
þegar þurrir dagar
þægilegir láta
léttra hlátra hljóma
hlýjan blæinn bera
Birtu að heitu hjarta
heims þá ljósin ljóma.

Share to Facebook