Húm yfir Heimakletti
hnigin er sól við Eyjar
merla sem máni á sjónum
malbikið ljós frá húsum.
Lundi úr holu heldur
hafið svo finni kofa.
Pysja í ljósið leitar
lendir í húsasundi.
Skríður í skugga, hræðist;
skyldu ekki svalar öldur
færa henni fisk að óskum
freyða við klett og eiði?
Finnur þá frelsi minna
fangin af höndum ungum;
pysjuna Eyjapeyi
passar í nótt í kassa.
Austur af Vestmannaeyjum
eldar af nýjum degi.
Krakkar í fríðum flokkum
fjöruna prúðir þræða.
Kofa mót himni er hafin
heimkynni rétt svo nemi,
syndir á sjónum lundi
svífur að kvöldi yfir.