Næturljóð

Mild,
hljóð,
ljúf,
læðist nóttin inn um gluggann.

Hlý,
mjúk,
þung,
læðist nóttin inn í hugann.

Og hún sveipar mig værð og hún fyllir mig friði
og augunum lokar svo enginn mig sér.
Og hún gefur mér tóm til að syrgja og sættast
við frumstæðar kenndir sem krauma í mér.
Því myrkrið er mjúkt og í mýkt þess er varin
sú mynd sem í birtingu brotnar sem gler.

 

Gímaldin samdi síðar annað lag við þennan texta og gaf út árið 2012.

Share to Facebook