Kollsteypa

Þetta er hugsað sem tölvuljóð. Þegar lesandinn sér ljóðið fyrst eru engin bandstrik í því. Þegar aðgerð er valin, skiptir tölvan einhverjum þeirra orðastrengjum sem eru með bandstriki. Valið er af handahófi hverju sinni. Ljóðið er á svörtum grunni, öll samsett orð gul, allir slitnir orðastrengir rauðir, öll hin orðin græn. Bandstrikin eru svört og sjást því ekki.

Þegar hugskot mitt hæfir þig
í orðastað
og óð-
fluga kemur þér í koll-
steypu-
stöðvarstjórastöðuna,
hefurðu orðaleik af fingrum fram
yfir skotgröf og dauðans alvöru-
mál-
flutning(s)mann-
dómsvíg(s)luna.

Og þegar við orðstrengjum
stríðum
við stuðla-
berg-
mál-
gleði-
þjófanna kögunarhól,
ég heit-
strengi,
vind-
hörpustrengina og strýk þér
orð-
varir eru þeir of-
sögum,
margbið-
lund þeirra ör-
skot-
hríðar-
bylur á glugga-
kistu-
lokinu.

Komdu og skoðaðu í gluggakistuna mína
þar geymi ég glataða can´t steina.

 

Share to Facebook