Ljóð handa Megasi

Ást, þjást, brást,
„afsakið mig meðan ég æli“

Hvort það var hnífstunga í bakið
eða blaut tuska í andlitið
bíttar ekki baun.
Aðalmálið að það sé
myndskreytt
umbreytt
afleitt.

Leitt af hinu afleita
fráleita
háleita

og ég sem leitaði hátt og lágt
gerði elskhugann sjálfan út af örk
að leita þín við ystu mörk
ljóðaheims
andlegs seims
eyðimörk.

Og kannski er það ekki bara
fatamorgana á flæðiskerinu
ég held hún sé loksins fundin
þessi húfa sem hæfir derinu.

Share to Facebook