Af því

Af því að augu þín minna í einlægni,
hvorki á súkkulaðikex
né lokið á Neskaffikrukkunni,
þótt hvorttveggja sé mér hjartfólgið.
Af því að fjöll munu gnæfa,
fossar dynja,
og öldur gæla við fjörugrjót
látlaust, án blygðunar
og skeyta lítt um nýja strauma.
Af því, mun ég gala þér seið
við eyglóar eldroðinn sæ
og hafdjúpan himin.

 

Share to Facebook