Flýtur á meðan ekki sekkur

Sé fortíðin fleki á reki
er þá framtíðin skip?
Trúlegra tel ég
að tíminn sé áralaus bátur.
Stefnulaus, stjórnlaus
stendur þó aldrei í stað,
Vaggar og í hrekst í hringi
-og þokast nokkuð.
Sekkur svo kannski í djúpið
og hvað um það?
Var meðan var
og vonandi er hafsbotninn fastur.

Share to Facebook