Frostþoka

Frostþoka þagnar
lagði hemi
Lagarfljót augna.

Bræddi þó bros
svo flæddi
yfir bakkana báða,
hrímþoku hrjáða.

Skógar hafa brumað að vetri
svo bjarkirnar kulu.
Auga fyrir auga,
bros fyrir bros,
þögn fyrir þulu.

Share to Facebook