Bara allt voða væmið

Enn er fátt að frétta,
finnst mér gott að kúra
fram á dag og fróman
faðma mann er ann ég.
Pistla skrifa, og skýrslur
skruna, af föstum vana,
elda krás að kvöldi,
keik á fési reika.

Mér í morgunsárið
mögur kaffi lagar,
bukks hann brenndum hendir
baunum kvörn í, stjörnu.
Malar fínt og mælir
mjólk af feitri, dreitil,
síðan þykka og þýða,
þeytir froðu hvíta.

Ljúfa daga lifi,
laus við þvarg þótt marga
böggi ég í bloggi,
blómi sem í eggi.
Uni kát við Eynars
ástarhótin sætu,
yndis blíð við brandi
brosir dindilhosa.

Share to Facebook