Tónleikar fyrir Heimssamband verkafólks

heimssamband

IWW stendur fyrir Industrial Workers of the World,eða Heimssamband verkafólks. Samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum 1905 og skiptu sköpum fyrir verkalýðsfélagavæðingu 20. aldar. Enn í dag er Heimssamband verkafólks starfandi í mörgum löndum, þar á meðal á Íslandi.

Samtökin byggja á þátttökulýðræði og eru rekin af félagsmönnum en ekki af launuðu starfsfólki eða verkalýðsforingjum. Liðsmenn hreyfingarinnar telja hlutverk verkalýðsfélags ekki vera það að koma til bjargar eftir að brotið hefur verið á starfsfólki heldur að koma í veg fyrir að það gerist. Samtökin skipuleggja starf sitt þessvegna inni á vinnustaðnum. Engir utanaðkomandi geta tekið ákvarðanir um það hvenær á að fara í verkfall, ljúka verkfalli, eða grípa til nokkurra annarra aðgerða á vinnustað. Heimssamband verkafólks er eina verkalýðsfélagið á Íslandi sem hefur það að markmiði sínu að uppræta kapítalisma.

Heimssamband verkafólks á Íslandi hyggst senda nokkra liðsmenn sína til Þýskalands seinni partinn í júlí, þar sem þeir munu sitja námskeið í skipulagningu vinnustaða og verkalýðsfélaga sem vinna eftir þessari hugmyndafræði. Nokkrar frábærar hljómsveitir hafa ákveðið að leggja verkefninu lið með því að halda styrktartónleika í kvöld, miðvikudagskvöld.

Tónleikarnir fara fram á Gamla Gauknum, 25. júní
Tryggvagata 22, 101 Reykjavík

Fram koma:
Just Another Snake Cult
Dreprún
Loji
Kælan Mikla
Mammút
Tónleikarnir hefjast kl 20.00
Miðaverð: 1000 kr.

Share to Facebook