Klámsjúkir múslímar á mótorhjólum

Ofbeldi eykst og eykst og eykst. Sérstaklega kynferðisofbeldi. Menn greinir reyndar á um hvort það sé mótorhjólaklúbbum, klámvæðingunni eða muslimum að kenna en aukningin er staðreynd, heimur versnandi fer og æskunni hnignar.

Í Svíþjóð hefur nauðganafaraldur riðið yfir síðustu þrjá áratugi
og virðist ekkert lát á ofbeldinu.

Aukningin er ekki jafn hröð í Skotlandi en slæm samt.

En reyndar fækkar öðrum ofbeldisglæpum í Skotlandi.

og glæpum almennt annarsstaðar í Bretlandi.

svo sem margar rannsóknir staðfesta.

Einkum dregur úr kynferðisglæpum í stórborgum.

Í Kanada fjölgar ofbeldisglæpum lítillega,
nema kynferðisbrotum, þeim hefur fækkað stöðugt frá 1993.

Og ofbeldisglæpum fækkar ört í Bandaríkjunum

ekki síst í New York.

Hrottalegum nauðgunum fækkar jafnt og þétt.

og skýringin á færri kærum virðist ekki liggja í því að löggan hafi veikst.

Stöðug fækkun kynferðisglæpa er því meira áberandi
sem maður skoðar lengra tímaskeið.

Á meðan kynferðisglæpum og öðrum ofbeldisglæpum fækkar víðast hvar í hinum Vestræna heimi, (þ.e.a.s. eftir því sem rannsóknir benda til, þótt sennilega fjölgi þeim í reynsluheimi þolenda sem er náttúrulega miklu áreiðanlegri heimild en opinber gögn) geysar nauðganafaraldur í Svíþjóð og á Íslandi. Þetta er mikil ráðgáta því reyndar er Kanada ekki alveg laust við múslimi, klám þekkist í Bandaríkjunum og ég hef séð mótorhjól í Bretlandi. Það er eitthvað hér sem gengur ekki upp því eins og allir vita eiga kynferðisglæpir rót sína að rekja til klámvæðingarinnar. Það er þessvegna sem nauðganir þekkjast ekki í Mið-Austurlöndum. Múslimir beita nefnilega ekki kynferðisofbeldi fyrr en þeir koma til Vesturlanda og kynnast klámvæðingu og mótorhjólum.

Ég er svona að reyna að koma þessu heim og saman og ég er með nokkrar andfeminiskar og andfélagslegar tilgátur:

A  Getur verið að hækkandi tíðni kynferðisbrotatilkynninga í Svíþjóð og á Íslandi beri frekar vott um auknar líkur á að fólk tilkynni brot en að brotum hafi fjölgað svona ógurlega?

B  Getur verið að kynferðisbrot og aðrir ofbeldisglæpir, séu flóknara fyrirbæri en svo að hægt sé að skýra þá með innrás múslima eða vinsældum ofbeldisfullra tölvuleikja og klámmynda?

C   Getur verið að allt þetta tal um skipulagða glæpastarfsemi sé ponkulítið orðum aukið, kannski áróður yfirvalda sem gjarnan vilja fá frjálsar heldur til að auka eftirlit með almennum borgurum?

Klámsjúkt mótorhjólagengi skipuleggur hryðjuverk

Share to Facebook

38 thoughts on “Klámsjúkir múslímar á mótorhjólum

  1. Þetta er athyglisverð ruglsúpa. Skemmtilega tilgerðarlegt föndur. Þessi línurit þín öll eru fullkomlega merkingarlaus. Þú þarft að útskýra hvað línuritin sýna og hvers eðlis gögnin eru sem þau byggjast á og hvar þau eru fengin. Er það ekki það sem þú ert stöðugt að krefja aðra um? Heimildir og vísanir í rannsóknir? Hressandi að sjá að þú getur ekki staðið undir þeim kröfum sem þú gerir á aðra.
    Í stíl við annað rugl sem frá þér kemur.

  2. Takk fyrir innleggið Halldór. Æskilegt er að lesendur mínir kunni að nota google translate, allavega þeir sem átta sig ekki á því hvað t.d. Sexualbrott og New York City Police Department merkir. Einnig er gott að lesa það sem stendur undir hverri mynd. Sumsstaðar er heimildin ekki inni á myndinni en þú sérð hana með því að fara með bendilinn á hana.

    Ég hef tilhneigingu til að taka mark á opinberum tölum en ef þú álítur þessar heimildir vera rugl og línuritin merkingarlaus, bendi ég þér á að beina kvörtunum til þeirra lögregluembætta sem létu vinna þessar myndir.

  3. Halldór: „Þetta er athyglisverð ruglsúpa. Skemmtilega tilgerðarlegt föndur.“

    Skemmtilega hressandi að sjá mann sem er óhræddur við að sýna gamaldags karlrembu, og nota þessar þöggunaraðferðir sem er komin svo löng og góð reynsla á! Ekki láta þessar kellingar komast upp á dekk!

  4. Ég held bara að ég taki mótorhjólin af skrá, varanlega, og klippi mitt ógnarsíða hár.
    Ég stend ekki undir þessum skilgreiningum.
    Kv
    Leifur

  5. Eins og þú sérð nú á þessum Halldórs G minn, þá er það sem fer fyrir brjóstið á honum hvorki mín vinnubrögð né þeirra sem unnu þær rannsóknir sem töflurnar birtust í enda maðurinn alvanur þeim staðreyndafölsunum sem vinnubröð svokallaðra kynjafræðinga einkennast af. Honum finnst bara ergilegt að það skuli einhver standa í því að afhjúpa þvæluna sem frá þeim kemur. Kynjafræðingar og áhangendur þeirra ætlar sér inn í skólana með sín trúarbrögð og finnst náttúrulega óþolandi tilhugsun að einhver veki athygli almennings á því hverskonar pútítanisma og ranghugmyndir um konflikta á milli kynjanna þau eru að útbreiða.

  6. Sumir karlar kunna ekki að vinna með heimildir og sumar konur kunna það ekki heldur. Eva tilheyrir þeim konum sem kunna ekki að vinna með heimildir, og heldur að það sé rosa flott heimildavinna að föndra bloggfærslur með línuritum héðan og þaðan án þess að geta um heimildir.

    Fyrst og fremst felst munurinn í því að sumt fólk hugsar skipulega og rökrétt og kann vönduð vinnubrögð og annað fólk hugsar í rugli og órökréttu ofstæki og kann hvorki haus né sporð á heimildavinnu. Eva tilheyrir þeim flokki. Að hún sé kona kemur því ekkert við. Asnar og rugludallar eiga ekki að koma upp á dekk.

  7. Neibb. Það sem fer í taugarnar á mér er endalaus ruglvaðallinn sem þú heldur að sé ægilega gáfuleg heimildavinna. Ég er vanur því að fólk vísi í heimildir. Það kannt þú ekki og klístrar inn línuritum héðan og þaðan án þess að geta þess hvaðan þau koma eða hvað þau segja. Mér er nokk sama um kynjafræði og hef aldrei lesið þau fræði. En þegar ég var í hagfræði í háskólanum lærðum við að vísa í heimildir. Af því að það er ekki hægt að meta það sem töflur eða línurit virðast segja ef það er ekki hægt að sjá hvaðan gögnin koma, hvernig þau eru búin til eða hvort höfundar þeirra rannsókna sem þú vitnar í hafi túlkað gögnin eða heimildirnar öðru vísi en þú gerir.
    Það er líka hressandi að sjá hvernig þú þykist geta sagt allt um það hvað mér finnst eða finnst ekki og hvað ég vil eða vil ekki. Það er í stíl við allt annað sem frá þér kemur: Hver sá sem gagnrýnir þig eða gerir athugasemdir við skrif þín, sem eru oftar en ekki óttalegur vaðall, er sjálfkrafa ofstækisfemínisti, ellegar kynjafræðingur.
    Leiðinlegast er samt að sjá allt þetta orðljóta hatur og andúð sem gegnsýrir öll skrif þín.

  8. Þú vekur forvitni mína Halldór. Hvernig kemst maður sem er vanur heimildavinnu hjá því að átta sig á því hvað þessi línurit segja? Eigum við að skoða fyrstu myndina. Líttu nú vel og vandlega á hana og skoðaðu svo það sem stendur fyrir neðan hana. Hvað dettur þér í hug að þetta merki?

  9. Rökstuðning? Þú vísar ekki í neinar heimildir. Það þarf ekki annan rökstuðning en skrifin sjálf. Vísar þú á einhverjum stað í heimildir í þessum pistli? Neibb. Hvergi. Og lætur eins og það sé útí hött að þú sért beðin um heimildir. Ergo. Þú kannt kannt ekki að vinna með heimildir. Það hefur ekkert með það að gera að þú sért kona, en allt með það að gera að þú kannt ekki að vinna með heimildir. Allt endar þetta svo í samhengislausu rugli.

  10. Það þarf að útskýra hvað í andsk. tölurnar tákna og þýa, útskýra hvers eðlis þær eru og hvaðan þær koma. Setja þær í eitthvað samhengi. Þetta, að líma saman svona línuritagraut og klessa svo aftan við það einni málsgrein og lista af samhengislausum vangaveltum um mótorhjólagengi er engin heimildavinna og óttlega kjánalegt föndur.
    Copy-paste sem fengi falleinkun í menntaskóla.
    Þetta er ég ekki að segja vegna þess að ég sé femínisti því ég er ekki femínisti. Ég er of gamall í hettunni til að vera í þesskonar. Mér leiðist bara svona kjaftavaðall og kjánaskapur. Ósmekklegheitin og ófyndnin fara líka fyrir brjóstið á mér. En ég er núna búinn að skoða þessa bloggsíðu og sé á athugasemdahölunum hér að ykkur finnst öllum þetta allt ægilega sniðugt og þessi Eva mikill viskubrunnur. Eva á marga aðdáendur. Mikill hallelújakór. Það kom mér mest á óvart. Ég ætla því ekki að ergja ykkur meira, en vil ljúka á að benda ykkur á að þetta er alveg hræðilega fráhrindandi og ómerkilegt. Yfirfullt af sjálfsupphafningu og sjálfshóli. Fyndnin er ekki fyndin, en virðist eiga að vera það. Heimildavinnan er fyrir neðan allar hellur, en er krydduð endalausum vandlætingum að annað fólk kunni ekki að fara með heimildir.
    Suss.

  11. Hinn skynsami sonur minn (11 ára) segir að það sé alltaf amk einn leiðindapúki í hverjum bekk. Leiðindapúki sem vill móðga og særa, einhver sem getur ekki hamið sig. Þetta á líka við um alnetið. Halldór, þú ert í þessum hópi leiðindapúka og þú getur ekki hamið þig í böðulshlutverkinu. Guð forði mér frá þér og þínum líkum.

  12. Ágæti Halldór, þér hafið sýnt fram á ágætan hæfileika til að flokka fólk.
    Hvernig myndu þér flokka yður sjálfan?

    Ps. „klístrar inn línuritum héðan og þaðan án þess að geta þess hvaðan þau koma“
    Þér hafið væntanlega eingöngu horft á .png myndirnar af línuritum?

  13. Láttu skoða á þér fingurinn Halldór, ef þú tvísmellir á línuritin færðu heimildina. Hvaða rugl er þetta??

  14. Láttu skoða á þér fingurinn Halldór, ef þú tvísmellir á línuritin færðu heimildina. Hvaða rugl er þetta??

  15. Þessi mikla nauðgunaralda sem gengur yfir Svíþjóð og viðrist vera að gera það sama á Íslandi, andstætt flestum öðrum ríkjum, skýrist mögulega af mismunandi túlkunum á orðinu nauðgun eða „rape“. Víðast hvar meðal siðaðra þjóða er orðið skilið sem að þvinga einhvern til kynferðismaka með ofbeldi eða hótun um ofbeldi. Það eru góð tíðindi að slíkum glæpum skuli fækka.

    Á Íslandi hefur nauðgunarskilgreiningin verið teygð svo að hún nær yfir næstum allt kynferðislegt samneyti sem konunni finnst eftir á að hyggja að húnhefði betur látið ógert. Dæmi: Kona og karl drekka í óhófi eina kvöldstudd. Þau hittast á djamminu, fara ölvuð heim til hans og hafa mök. Þau vakna næsta morgun með móral. Hann hristir hausinn yfir ábyrgðarleysi sínu og rugli að láta konuna þvæla sér upp í rúm. Hún hefur samband við Stígamót. Þar er henni sagt að það sé nauðgun ef karlmaður notfærir sér ölvunarástand hennar til að hafa við hana mök. Smátt og smátt fæðist glæpur og með vandaðri leiðsögn Stígamóta-kvenna má haga orðum sínum þannig í skýrslutöku að það falli undir verknaðarlýsingu hins víðtæka nauðgunarhugtaks í hegningarlögunum í dag. Hann keypti handa henni glas – þá hefur hann stuðlað að því að koma henni í það ástand að hún kæmi með honum heim og sængaði með honum. Svo er ekkert eftir nema að setja konuna í sálfræðimat. Í því mati kemur fram „áfallastreituröskun“. Þar með er komin lögfull sönnun, tala nú ekki um ef maðurinn hefur fellt til hennar sæði. Engum dettur í hug að áfallastreituröskun geti fremur tengst þeirri staðreynd að konan er undir því áfalli að hafa verið blekkt út í atburðarás sem leiðir til mögulega til þess að maður sem hún þekkir ekki og hefur ekkert til saka unnið mun mögulega fara í fangelsi, bara af því að þau bæði drukku of mikið og ákváðu að gera hluti sem þau sáu eftir daginn eftir.

    Setjum okkur í sport karlmanns. Hann er á djamminu. Kannski er hann alkohólisti en er ekki enn búinn að átta sig á því eða bara ekki búinn að þróa ofdrykkjuna mjög langt. Til hans kemur stúlka og vill endilega bjóða honum í glas og glös. Þau fara svo heim til hennar. Þau kyssast á sófanum og hann „dettur út“ þ.e. það kemur svona stundar „black-out“ stutt tímabil óminnis án þess að maðurinn sé sofandi. Hann áttar sig næst á því að hann er orðinn nakinn að neðan og stúlkan situr klofvega ofan á honum og er að hafa við hann mök. Nú spyr ég: „Er stúlkan að nauðga honum?“. Sennilega mundi engin Stígamótakona fallast á það. Samt skipta þær tugum á ári, „nauðgunarkærur“ kvenna sem notið hafa leiðsagnar í Stígamótum eftir svona atburði. Fullt af ungu fólki hegðar sér óskynsamlega eða bara hegðar sér eins og ungt fólk, þ.e. skemmtir sér og elskast eins og vera ber. Það slettir úr klaufunum, þ.e.a.s. það gerir hluti sem það gerir ekki í venjulegu amstri dagsins. En niðurstaðan verður sú að viss hluti þessa unga fólks situr eftir með nauðgunarkærur og jafnvel nauðgunardóma á ferli sínum, bara vegna þess að Stígamót og þessháttar fyrirbæri leiðbeina konum sem hafa móral eftir svona nótt um að þeim hafi verið nauðgað og að ungi maðurinn sem gerði sömu mistökin og þær, og í félagið við þær, sé ógeðslegur ofbeldismaður meðan þær sjálfar eru drifhvít fórnarlömb. Þegar sannleikurinn er í raun að þetta eru tvær ungar manneskjur sem fóru út að sletta úr klaufunum, gerðu það, fengu móral en önnur féll svo í hendur óprúttinna svindlara sem leika sér að því að örlögum annarra.

  16. Takk fyrir innleggið. Mér finnst ekkert ólíklegt að fyrir komi að nauðgun sé kærð eftir að stúlka hefur fengið aðstoð við að leggja verstu hugsanlega merkingu í atburð á borð við þann sem þú lýsir. Hvort Stígamót eiga þar hlut að skal ósagt látið, eða hefur þú eitthvað fyrir þér í því? Ég hef enga hugmynd um það hversu algengt er að konur leiti til Stígamóta áður en þær leggja fram kæru, en mér skilst að lögreglan vísi konum oft til Stígamóta. Og af hverju heldurðu að slíkar kærur skipti tugum? Er það bara ágiskun eða hefur eitthvað komið fram sem þér finnst benda til þess?

  17. Engin þessara mynda er svo flókin að það þurfi greindarvísitölu yfir frostmarki til að átta sig á því hvað þær merkja Halldór og það kemur líka fram hvaðan þær koma. Bara færa bendilinn á myndina eins og ég var búin að segja þér. Prófaðu það. Ok, sérðu núna lítinn hvítan glugga? Aha! þarna kemur fram hvaðan myndin er fengin. Og nú geturðu líka prófað að smella. Taraaaa – töfrar internetsins.

  18. Glæpavæðing ástarlífsins

    Stærsta vandamálið í samskiptum kynjanna er skilgreiningarvandamál. Flestir virðast þó sammála um það að ef einstaklingi er þröngvað til kynferðismaka með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi þá sé það nauðgun. Hljómar einfallt en síðan kemur stóra EN-ið. Hvað með allt hitt. Verðum við ekki að skilgreina það líka. Erum við ekki sammála um að það séu ýmis mörk önnur sem við verðum að virða í samskiptum okkar á milli? En þá vandast málið. Við erum bara svo ólík. Mörkin eru svo óskýr. Menning, þroski, uppeldi og persónuleiki geta spilað inn í hvað einum finnst of langt gengið á meðan öðrum finnst jafnvel of skammt farið.
    Fólk upplifir hlutina með ólíkum hætti og þar förum við hressilega út af sporinu í skilgreiningaráráttunni. Öll kynferðisleg samskipti sem annar aðilinn upplifir sem óæskilega virðist vera skilgreind sem kynferðisbrot. Kynferðisbrot er orðin að skilgreiningu fyrir alla óæskilega hegðun sama hvar hún er á skalanum og sá sem hegðar sér samkvæmt því er kynferðisbrotamaður hvort sem háttseminn er refsiverð samkvæmt lögum eða ekki. Það sem eitt sinn var dónaskapur er nú kynferðisbrot. Það sem ömmu þótti ruddalega hegðun er nú kynferðisbrot. Það sem sumum finnst skortur á mannasiðum þykir öðrum mannréttindabrot og jafnvel kynferðisbrot. Kynferðisbrot kalla á fordæmingu samfélagsins og jafnvel ævilangrar útskúfunnar.

    Verðum við ekki að fara að bakka aðeins og kalla hlutina bara sínum réttu nöfnum. Það er til mikið af helvítis dónum sem ekki kunna að haga sér og virða þau mörk sem aðrir setja sér. Oft dugði að löðrunga kvikindið (ekki að ég sé sérstaklega að mæla ofbeldi bót) og í flestum tilfellum skammaðist hann sín. En er hann kynferðisbrotamaður?

    Samskipti kynjanna litast því miður oft af ölvunarástandi parsins og ekki bara ástarleikirnir heldur svo margt annað. Fólk til dæmis dansar eins og fífl, sumir halda að þeir geti jafnvel sungið, enn aðrir að þeir séu fallegri en þeir eru í raun og slatta af skemmtilegu fólki hef ég þekkt í gegnum tíðina sem verður alveg hreint óborganlega leiðinlegt í glasi. En svo er gerð krafa um að fólk hagi sér fullkomlega skynsamlega þegar í rúmið er komið. Er það rökrétt?

  19. Halldór, ég er að missa það hérna að lesa þetta sem þú skrifar.

    Ég bið þig, smelltu á myndirnar, línuritin eru sjálf hlekkir þangað sem þau fengust.
    Það er vandræðalegt að sjá þig tjá þig.

  20. Annars er þetta náttúrulega dásamlegt dæmi um þann tvískinnung sem einkennir umræðuna. Tugir greina og viðtala birtast í fjölmiðum þar sem orsakatengslum kláms og kynferðisofbeldis er haldið fram sem staðreynd, án þess að vísað sé í nokkur gögn þeirri fullyrðingu til stuðnings. Á sama tíma er töluverð umræða um orsakatengsl frjálslegrar innflytjendastefnu og kynferðisofbeldis, einnig án þess að nein gögn styðji kenninguna. Svo um leið og ég bendi á opinberar skýrslur sem sýna þvert á móti að þrátt fyrir mikið aðgengi Vesturlandabúa að klámi og aukinn innflutning fólks frá öðrum menningarsvæðum, er ekki að sjá að kynferðisofbeldi hafi aukist, þá er heimildaskortur allt í einu orðinn vandamál.

    Reyndar er ég ekki að skrifa doktorsritgerð, heldur aðeins að benda á það, með stuttri bloggfærslu, að rannsóknir sýna ekki fram á að kynferðisofbeldi hafi aukist nema þá í Svíþjóð og á Íslandi og að hugsanlega geti verið aðrar skýringar á þessum kærufjölda en nauðganafaraldur. Þrátt fyrir stuttan pistil sem lítið er í lagt, er þó ekki um að ræða órökstuddar hugrenningar, heldur er ég einmitt að benda á opinber gögn. Það er ekki mín heimildavinna sem er vandamálið hér heldur einbeittur vilji þinn til að finna þér eitthvað til að nöldra yfir.

  21. Það eru ekki bara „flestir“ sammála um að það heiti nauðgun ef fólk er neytt til kynmaka, lagabókstafurinn tekur af allan vafa um að það sé hin opinbera skilgreining.

    Kynhegðun sem hefur í för með sér mikla vanlíðan eftir á, en telst ekki glæpur, er svo aftur félagslegt vandamál. Ég vildi sjá umræður um það hvernig hægt er að díla við það, þannig að sem fæst fólk komi sér í þær aðstæður, fremur en að reyna að takast á við það með því að víkka skilgreininguna á kynferðisofbeldi.

  22. En Halldór er líklega að skrifa doktorsritgerð.

    Ég giska á að hún heiti Nornahamarinn.

    Og sé studd góðum heimildum.

  23. Kæra Eva,

    Takk fyrir að halda á lofti þessum sjónarmiðum. Það er álitamál fyrir einhleypan karlmann að snerta svona tabú vegna hættu á einelti rétttrúaðs öfgafólks, tja hver veit nema kynferðislegri útskúfun! Skilgreiningin á nauðgun er vissulega komin út í öfgar hér. Hvað þá ef sönnunarbyrðinni skal snúið við. Hvenær hættir maður að þora að opna hurð fyrir konu…eða brosa til hennar í heimildarleysi?

    En er ekki full mikið sagt að: „Múslimir beita nefnilega ekki kynferðisofbeldi fyrr en þeir koma til Vesturlanda…“? Ert þú ekki sjálf með ágæta skýringu á því að nauðganir kunni að virðast fátíðari í löndum múslima?
    Sum sé vegna þess að þöggunin þar er alger, á sama hátt og tilkynningum fjölgar þar sem umræðan er opin?

    Í Marokko tíðkast að láta konu giftast nauðgara sínum. Abrakadabra! Púff! Vandamál gufað upp! Fjölskylda hennar þarf ekki að skammast sín fyrir óhreina dóttur sem enginn heiðvirður maður vill ganga að eiga. Og nauðgarinn fær óskertan og löglegan aðgang að fórnarlambinu, sem nú er orðin undirgefin eiginkona hans!

    „Article 475 in Morocco’s penal code allows a rapist to avoid prosecution and a long prison sentence by marrying his victim if she is a minor.“

    Akkúrat þessa dagana eru mótmæli á götum Rabat, umfjöllun í heimspressunni og stór alþjóðleg undirskriftasöfnun á netinu á vegum AVAAZ vegna Aminu, 16 ára stúlku sem tók rottueitur til þess að losna úr slíku hjónabandi.

    Við erum á hinum enda öfganna er það er hæpið að hæla múslimum fyrir sína frammistöðu.

    http://www.avaaz.org/en/forced_to_marry_her_rapist_b/?tta
    http://www.bbc.co.uk/news/world-africa-17416426

  24. Þetta með að muslimir fremji ekki ofbeldisverk fyrr en þeir koma til Vesturlanda og kynnast klámvæðingunni átti reyndar að vera skot á þá sem telja að orsakatengsl séu milli klámneyslu og kynferðisofbeldis, eða milli ofbeldismyndaáhorfs og líkamsárása en svara svo engu þegar maður spyr hvort Mið-Austurlönd ættu þá ekki að vera laus við þessi vandamál.

  25. Halldór. Gæti ekki verið meira sammála þér. Sorglegt hvað sjálfsupphafningin og hatrið lýsir í öllum athugasemdum sem kemur frá sjálfskipaðri baráttu Evu fyrir engu. Enn sorglegra eru áhangendur hennar sem telja hana viskubrunn og sé að halda á lofti einhverjum staðreyndum. Heimildarvinna hennar fengi falleinkunn í barnaskóla.

  26. Viltu skýra þetta nánar Þórdís. Áttu við að það sé ekki staðreynd að lögregluskýrslur frá Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi, bendi til þess að dregið haif úr kynferðisofbeldi á síðustu árum? Ef svo er, getur þú útskýrt í hverju villan liggur og hvað er athugavert við þær heimildir sem ég nota og meðferð mína á þeim?

  27. Hvernig væri að smella á myndirnar, eða renna músinni yfir þær, þar er heimildin 😉

  28. Þetta snýst ekkert um einhvern nauðgunarfaraldur. þetta snýst um hvað er kært og hvað ekki. Ég er t.d alveg viss um að skráðar nauðganir í mörgum arabalöndum eru fáar. En það þýðir ekki að þær eigi sér ekki stað.

    Þess vegna er ekki hægt að horfa bara á opinberar tölur. Miðað við opinberar tölur hér á landi eru bara ca. 50 nauðganir framdar hér á landi á hverju á hverju ári. heimsóknir á neyðarmóttökuna eru á sama tíma 200-300 konur á hverju ári. Auk þeirra sem fara til Stígamóta. Og svo eru konur sem fara á hvorugan staðinn og láta engan vita af nauðguninni.

    Þannig að til þess að átta sig á því hversu margar nauðganir eru framdar á hverju ári að þá þarf að skoða neyðarmóttökur í þessum löndum sem þú tiltókst. Fyrir utan að skoða t.d menninguna og hvernig hún getur latt eða ýtt undir að fórnarlömb kæri kynferðisofbeldi sem þau verða fyrir.

    Opinberar tölur segja nefnilega ekki allt.

  29. Þórdís Guðmundsdóttir leggur hér fram færslu sem er því miður einkennandi fyrir umræður, þvaður örvita konu sem hefur ekkert til síns máls. Svokallaðir femínistar hafa ekki getað rökrætt þessi mál.

  30. Er ekki bannað að kaupa vændi bæði í Svíþjóð og hér? Skyldi það hafa dugað til að uppræta það eða hvarf það bara af yfirborðinu?
    Eiturlyfjaneysla er bönnuð á Íslandi. Ergo: Engin eyturlyfjaneysla á Íslandi.
    Eða hvað?

  31. Það er alltaf gagnlegt að heyra gagnrýni og að sjá báðar hliðar málsins. En nafni minn gerir hvorugt, fer bara í hneikslunargírinn og nennir ekki að gera neitt meira. Frekar gagnslaust.

  32. Opinberar tölur segja ekki allt nei, en þegar kærum fjölgar eða fækkar innan ákveðins samfélags þá segir það eitthvað. Augljós skýring á því hversvegna kærum fjölgar í Svíþjóð er sú að þar er feministahreyfingin mjög sterk og áhrifamikil og auðvelt að fá menn dæmda án sannana. En hversvegna fækkar kærum í Bandaríkjunum og Bretlandi? Líklegasta skýringin er sú að kynferðisbrotum hafi fækkað en þær kunna að vera fleiri. Hvað dettur þér í hug?

  33. Há tíðni nauðgana í minna frjálslyndari löndum evrópu er athyglisvert. Það er einnig athyglisvert að þegar Danir leyfðu vændi 1968-1969 þá minnkaði tíðni nauðgana þar í landi.

  34. Til þess að vita af hverju kærum fækkar að þá þarf einfaldlega að rannsaka það. það er ekki nóg að giska. Það geta verið milljón ástæður og það er ekki hægt að áætla neitt fyrir en niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja fyrir.

  35. Rétt, það er ekkert hægt að segja með fullri vissu. Það eina sem við vitum er að þetta er sterk vísbending um að dregið hafi úr kynferðisofbeldi á sama tíma og klámvæðing og fjölmenning eykst.

Lokað er á athugasemdir.