Hvenær hættu þeir að vera þjónar?

Tungumálið kemur upp um okkur.

Þegar ég hafði skrifað þennan pistil rann allt í einu upp fyrir mér að ég var nánast hætt að nota orðið lögregluþjónn.  Ég spurði Gúggul vin minn hversu algengt það væri og hann fann 247,000 niðurstöður þegar ég sló inn orðið “lögreglumaður” en 77,700 þegar ég sló inn “lögregluþjónn”.  “Lögreglumenn” gaf 686,000 niðurstöður “lögregluþjónar” 50,500.

Erum við hætt að líta á löggæslu sem þjónustu? Og ef svo er hvernig stendur þá á því? Og hvernig skilgreinir lögreglan störf sín? Sem þjónustustörf eða eitthvað annað?

Ég skoðaði lögregluvefinn. Þar eru starfsmenn lögreglunnar kallaðir lögreglumenn, ekki þjónar. Það er að því leyti skiljanlegt að í lögum er bæði talað um lögregluþjóna og lögreglumenn. Ef til vill er ætlunin sú að gera greinarmun á þjónum og stjórnendum. Það er samt athyglisvert að orðið “lögregluþjónn” virðist ekki lengur vera til í orðaforða lögreglunnar sjálfrar, ekki heldur í því efni lögregluvefjarins  sem tengist Lögregluskólanum. Ætli þeir heiti nokkuð lögregluþjónar í námsefninu?

Hvenær hætti almenningur að tala um störf lögreglunnar sem þjónustu við almenna borgara? Og hvenær tók lögreglan sjálf upp á því að endurskilgreina hlutverk sitt? Og með hvers leyfi?

Er kannski ekkert skrýtið að við séum hætt að tala um þá sem þjóna?

Myndin er héðan

Einnig birt hér

Share to Facebook

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.