Forsætisráðherra verndar kúgaða og þjáða

Forsætisráðherra telur þjóðaratkvæðagreiðslur ekkert rosalega lýðræðislegar nema þegar hann stendur fyrir þeim sjálfur. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun lýsti hann þeirri skoðun sinni að ekki væri rétt að miða við að 10% kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, það hlutfall væri of lágt.

Ég ítreka mikilvægi þess að menn búi þannig um hnútanna að fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslna verði ekki til þess fallið eða verði ekki nýtt til þess, að minnihlutinn í samfélaginu verði á einhvern hátt kúgaður, eða verði fyrir barðinu á þessu fyrirkomulagi.

sagði Sigmundur Davíð. Margir hafa furðað sig á þessum ummælum forsætisráðherrans og spurt hvernig það stefni hagsmunum minnihlutans í voða ef 10% atkvæðabærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. En það ætti svosem að vera hverjum hálfvita augljóst. Það er auðvitað hinn ofsótti minnihlutahópur LÍÚ sem helst á það á hættu að verða fyrir barðinu á því fyrirkomulagi að um 10% kjósenda geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Einnig birt hér

Share to Facebook