Góðra vina fundur

Mér finnst þessi mynd svo táknræn. Katrín Jakobsdóttir í snertifæri við bæði Theresu May og Erdoğan. Stendur á milli þeirra, nógu nálægt þeim til að leggja hönd á öxl hvors um sig og segja; „má ég eiga við ykkur orð?“ Hún sagðist ætla að fylgja eftir fyrirspurnum íslenskra stjórnvalda ef tækifæri gæfist til. Hvernig gefast slík tækifæri? Gefast þau ekki einmitt þegar maður stendur við hlið þess sem maður vill tala við? Ætli hún hafi notað þetta tækifæri? Mér hefur þá að minnsta kosti ekki verið skýrt frá því. Halda áfram að lesa