Gamli síminn skárri

Einn af mörgum kostum við að búa í Glasgow er sá að Morrisons er oft með tilboð á blómum, tveir vendir á sama verði og einn. Það er gaman að fá blóm en ennþá meira gaman að hafa blóm á tveimur stöðum í stofunni.

Það hefur verið drungalegt og oft rigning í Glasgow síðan við komum heim.
Samt finnst mér alltaf gaman að horfa á ána Clyde út um stofugluggann. 

Þessar myndir eru teknar á gamla símann. Þær eru langt frá því að vera góðar en þótt vélin á gamla símanum sé ekki með aðdrátt og möguleika á að stilla fókusinn eru þær skárri en þær sem ég tók á nýja símann á Íslandi. Það er þá staðfest að það er ekki bara ég sem er klaufi heldur er myndavélin á nýja símanum algert drasl. Ég held að með því að nota góða birtu og hafa rænu á því að fjarlæga rafmagssnúrur og annað drasl úr bakgrunni muni ég geta haft gaman af því að taka hvunndagsmyndir. Það er eiginlega fáránlegt að eiga nánast engar myndir af börnunum sínum frá síðustu 20 árum

Birtan hér er náttúrulega ömurleg en myndin er allavega ekki úr fókus eins og á símanum sem á að vera með fókusstillingu.

Mig langar í i-phone. Hef aldrei séð neina þörf fyrir snallsíma en það verður að viðurkennast að i-phone myndavélarnar eru virkilega góðar.

Deila færslunni

Share to Facebook