Rún dagsins er Ingvi

Ingvi/Yngvi er frjósemisrún. Hún táknar konunginn sem átti vald sitt undir því að guðirnir blessuðu ríki hans með góðu árferði. Áður fyrr þótti heillavænlegt að grafa rúnina undir þröskuldi gripahúsa til þess að auka frjósemi búfjár. Ingvi hentar vel í heillagripi og galdrafólk notar þessa rún í galdra sem eiga að tryggja fjárhagslegt öryggi og eins til frjósemisauka.

Í rúnalögn táknar Ingvi barnsfæðingu eða að spyrjandinn muni senn ná veraldlegu markmiði sem hann hefur unnið að lengi. Tími friðar og velmegunar er framundan. Ef bölrún kemur upp á eftir Ingva er því ástandi ógnað. Elskendum boðar rúnin góða sambúð og barnalán.

Deila færslunni

Share to Facebook