Góð mistök

Þorláksmessumaturinn hér var ekkert kæst óæti, heldur sítrónu- og saffranleginn þorskhnakki með smjörsteiktum möndlum og Nínískri trönuberjasölsu. Þetta var reyndar „slys“ því ég hélt að ég hefði verið að nota turmerik en kom í ljós að afghönsku leigjendurnir höfðu skilið eftir heilt kryddglas af saffrani. Bestu mistök sem ég hef gert lengi. Þetta var alveg ætt.

Deila færslunni

Share to Facebook