Dýrin útí Afríku 3 (Sigling á Níl)

Vervet apakettir eru algengir. Ekki bara inni í þjóðgerðinum sjálfum heldur voru margir þeirra líka að skottast á tjaldstæðinu okkar.

Þessi beið fyrir neðan og greip hnetur sem vinur hans henti til hans.

Pumba var að spóka sig á tjaldstæðinu okkar. Þeir fara niður á hnén til að éta.

Við fórum í þjóðgarðinn fyrir hádegi og svo í bátsferð niður Níl eftir hádegið

Flóðhestar eru greindar skepnur og geðstirðar. Þeir koma stundum upp á land og hafa komið inn á tjaldstæðin. Ég hefði ekki viljað mæta einum í myrkri.

Þessi lá svo lengi grafkyrr að við vorum farin að halda að þetta væri stytta. Svo hreyfði kvikindið sig.

En svo komum við nær – og nei, þetta var sko engin stytta.

Þessi fíll missti ranann í gildru, var okkur sagt

Einn lítill (eða reyndar ekkert mjög lítill) krókódíll lá og sólaði sig rétt hjá hótelinu.

Deila færslunni

Share to Facebook