Dýrin útí Afríku 2 – Murchinson

Fyrri part dagsins sér maður helst grasbíta og fugla. Við sáum marga gírafa fyrri partinn en engan fíl. En seinni partinn sáum við fíla. Ég hef alltaf ímyndað mér að fílar séu þungstígir en þeir hlaupa ofur létt, nánast eins og hirtir.

Vísundar heilla mig. Þessi boli pósaði sérstaklega fyrir Eynar.

Maraboustorkur. Þessir eru líka inni í Kampala. Þeir eru duglegir sorphirðumenn sem er mikill kostur fyrir fátækrahverfin.

Beðið eftir ljónum. Það eru þau sem gefa þessum ruslaköllum í gogginn.

Ég vildi að ég hefði náð almennilegum myndum af þessari senu. Einn lítill óþekktarangi dróst hvað eftir annað aftur úr til þess að skoða eitthvað áhugavert. Að lokum var mamman orðin þreytt á honum.

Mamman sækir óþekktarorminn.

Sá litli hlýðir og klifrar upp á bak mömmu sinnar.

Gammur

Og fílar. Við sáum þá líka.

 

Deila færslunni

Share to Facebook