Árið 2000 horfði ég skilningsvana á afgreiðslustúlku á skyndibitastað og hafði á orði að það sem hún kallaði kjúklingalundir liti út eins og langskornar bringur. Hún útskýrði fyrir mér að lundir væru beinlaust kjöt. Allt beinlaust kjöt, líka læri. Í gær komst ég svo að því að úrbeinuð og skinnlaus kjúklingalæri heita víst „kjúklingalærakjöt“, ekki semsagt lundir.

Þegar ég var að alast upp voru lundir vöðvar innan á hrygg spendýra. Hænsn eru líka með slíka vöðva. Þeir eru meirir og bragðgóðir en aðeins einn munnbiti hvor. Mér sýnist á vörumerkingum að það sem venjulega er selt sem kjúklingalundir sé hluti brigunnar. Ég skil vosem þörfina fyrir sérstakt orð yfir þá vöðva þótt mér finnist lundir ekki rétta orðið. En ég skil alls ekki hversvegna er betra að kalla úrbeinuð læri kjúklingalærakjöt.

Ég er annars að hugsa um að hafa lambalærakjöt í matinn í kvöld. Eða lambabringu.