Ég sendi opinberri stofnun fyrirspurn um hversu langan tíma ég hefði til að leggja fram formlegt erindi. Viika leið en ég fékk ekkert svar. Ég ítrekaði fyrirspurnina og fékk þær upplýsingar að hún hefði verið „send í vinnslu til lögfræðings.“

Ég spurði hvort væri rétt skilið að starfsmaðurinn vissi ekki hvaða reglur giltu hjá embættinu eða hvar hægt væri að nálgast þær. Fékk þá strax fullnægjandi svar ásamt afsökunarbeiðni (nefni þessvegna ekki stofnunina.)

Stundum dettur mér í hug að almennir starfsmenn séu notaðir til að sía frá þá sem hafa ekki tíma til að krefjast svara.

Þessu tengt: