Þegar ég skrifaði þennan pistil, var ég að hugsa um að bæta við spurningu um það hversu langt þess væri að bíða að Stígamótagengið færi að skilgreina börn sem kynferðisglæpamenn. Ég sleppti því. Hugsaði sem svo að það væri óþarfi að vera með dólg, þótt ég sé mótfallin því að aðstoð við þolendur ofbeldis sé nánast alfarið í höndum einkaaðila.

Sjáið þetta. Horfið frá mínútu 03:16

Þetta er nánar útskýrt á bls 45 í þessari skýrslu

10 börn undir 10 ára aldri (á væntanlega að vera 10 ára og yngri)
30 börn á aldrinum 11-13 ára

Semsagt 40 börn undir 14 ára aldri, frömdu kynferðisbrot árið 2011. Með öðrum orðum, a.m.k. 40 börn á litla Íslandi eru níðingar ofbeldismenn. Hvernig það er metið kemur ekki fram.

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að ljúka þessum pistli en ég hef öðlast nýjan skilning á orðinu barnaníðingur.

(Bætt við þann 19.03. Eftir ábendingar lesenda sé ég að ég hef hlaupið á mig með því að tala um að Stígamót líti á litla drengi sem kíkja ofan í nærbuxur leiksystra sinna sem níðinga. Það var ofmælt hjá mér. Hið rétta er að þær kalla þá ekki níðinga heldur ofbeldismenn.)