Hvenær á maður eitthvað eitthvað skilið? Ég ólst upp við þá túlkun á orðasambandinu að það merkti það sama og að verðskulda eitthvað. Maður á eitthvað skilið af því að maður hefur á einhvern hátt unnið til þess.

Mér finnst mjög algengt að í dag sé þetta notað í sömu merkingu og að eiga rétt á einhverju. Maður getur hinsvegar vel átt rétt á einhverju án þess að verðskulda það. Fjöldamorðingi á t.d. rétt á mannúðlegri meðferð, sama hversu hrottalega hann hefur hegðað sér og ég á rétt á þjónustu þegar ég kem inn á veitingastað, þótt ég hafi ekki gert neitt annað en að koma þangað inn.

Hefur notkunin á orðunum ‘að eiga það skilið’ breyst eða er það bara mín fjölskylda sem leggur þennan skilning í málið?