Ætli feministahreyfingin léti ekki frá sér einhverjar athugasemdir ef karlmenn væru látnir gefa konum einkunnir fyrir frammistöðu sína í bælinu?

Ég hef ekki séð tannagnístran frá neinum karlasamtökum vegna þessarar könnunar. Ætli þeim sé alveg sama eða er einhver önnur ástæða fyrir að heyrist aldrei í karlmönnum þegar tegundin er á einhvern hátt tekin fyrir? Þessi könnun er svosem of hallærisleg til að vera svara verð en það virðist bara alveg sama hvernig er fjallað um karlmenn, þeir bera nánast aldrei hönd yfir höfuð sér. Ég hneigist til að líta á það sem gunguskap en kannski eru þeir bara upp til hópa of ánægðir með sig til að taka mark á umfjöllun sem væri líkleg til að koma konum í uppnám?