Varðandi borgaralaun og iðjuleysingja

Það er enginn skortur á iðjulausu fólki á fullum launum, það heita bara biðlaun en ekki borgaralaun og eru einungis í boði fyrir fólk sem hefur ekkert með meiri peninga að gera.

Einnig er nokkuð um að fólk sé á fullum launum við störf sem ekkert gagn er að og í sumum tilvikum til óþurftar. Það mætti leggja þau störf niður og jafnvel heilu stofnanirnar.

En sennilega er það ekki aðallega kostnaðurinn sem mönnum svíður, heldur er það hugmyndin um að fátæklingar geti leyft sér að gera áhugamál sín að meginviðfangsefni og kannski atvinnu, sem er svona óbærileg.

One thought on “Varðandi borgaralaun og iðjuleysingja

Lokað er á athugasemdir.