Rányrkja til forna

Ragnar minnist hér m.a. á þá sérstöðu Íslands, að hafa reynt að sporna við ofnýtingu auðlinda, strax á Grágásartímanum.

Þeir sem vilja kynna sér forsögu þess, ættu að lesa hina bráðskemmtilegu bók Bergsveins Birgissonar; Leitin að svarta víkingum. Bergsveinn segir m.a. frá fyrsta eignarnámi Íslandssögunnar og setur fram þá áhugaverðu kenningu að það eignarnám hafi verið viðbrögð við yfirgangi fyrsta kapítalistans á Íslandi sem lagði undir sig ákveðna auðlind og gekk svo hart fram í rányrkjunni að varanlegur skaði hlaust af. Við erum síst komin af norrænum sjóræningjum en mun fremur af útrásarvíkingum, flóttamönnum og þrælum.

Silfurreynirinn líklega friðaður

Kvennablaðið greindi fyrr í dag frá undirskriftasöfnun íbúa við Grettisgötu.

Að sögn aðstandenda undirskriftasöfnunar er talið að trénu sem talað er um í kynningartextanum hafi verið plantað árið 1908, það sé því friðað samkvæmt byggingarreglugerð.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íbúar við Grettisgötu mótmæla því að tré séu felld vegna framkvæmda. Í garðinum við Grettisgötu 17 eru fleiri gömul og glæsileg tré og fyrir nokkrum árum stóð til að fella 50 ára gamalt tré vegna skólplagnar en íbúum tókst að afstýra því.

Tré eru menningarverðmæti

Það eru ekki aðeins íbúar við Grettisgötu sem efast um réttmæti þess að fella silfurreyninn sem stendur við Grettisgötu 17. Garðyrkjufræðingurinn Hafsteinn Hafliðason kemst þannig að orði á Facebooksíðu sinni:

„Silfurreynirinn er frískur og fínn. Þarna hefðu borgaryfirvöld átt að setja kvöð um að við þessu tré yrði ekki hróflað. En til vara að ef það væri óhjákvæmilegt, þá skyldi flytja það á fagmannlegan hátt með góðum og faglegum undirbúningi. Og leggja um leið til nægilega stóra lóð fyrir það (a.m.k. 60 fermetra). Aldargömul tré eru menningarverðmæti, ekki síður en annar menningararfur frá gengnum kynslóðum. En heimska, dónaskapur, fáfræði og hugsunarleysi græðginnar hefur víst yfirtökin í þjóðfélaginu um þessar mundir.”

Væri hægt að flytja tréð?

Málið vekur margar spurningar, meðal annars um það hvaða reglur gildi um það hvaða tré megi fella og hvort sé hægt að færa þau. Kvennablaðið leitaði til Vilmundar Hansen garðyrkjufræðings.

Vilmundur  telur að löngu sé orðið tímabært að taka tilit til eldri trjáa við byggingarframkvæmdir enda séu tré hluti að sögunni alveg eins og hús.

Að sögn Vilmundar er mögulegt að flytja svo stórt tré enda séu tré af þessari stærð flutt erlendis með stórvirkum vinnuvélum. Hann segir það þó erfitt verk sem krefjist mikils undirbúnings og tæki líklega um tvö ár í framkvæmd.

Vilmundur segir að til þess að flytja stór tré með góðum árangri þurfi rótarhnausinn að vera mjög stór svo ræturnar skemmist ekki. Helst þurfi að finna lóð á svipuðum slóðum og síðan þurfi að sinna trénu vel með vökvun næstu ár á eftir. Aðspurður segist hann ekki vita til þess að svo stór silfurreynir hafi verið fluttur á Íslandi.

Hægt er að undirrita áskorun til Reykjavíkurborgar hér.

Íbúar við Grettisgötu mótmæla

Íbúar við Grettisgötu standa fyrir undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum skipulagsbreytingum við Grettisgötu er mótmælt. Í kynningartexta segir:

Nú á að fella eldgamlan, stóran og tignarlegan silfurreyni sem stendur við Grettisgötu 17 og einnig færa húsið sem þar stendur en það er friðað og mun ólíklega þola að vera fært. Húsið á að færa þannig að það stendur alveg ofan í garðinum að Grettisgötu 13 og skyggir þar með á alla sólarglætu í garðinum.

Ofan á þetta allt á að byggja hótel sem mun teygja sig frá Laugavegi og upp að Grettisgötu með tilheyrandi rútustoppum og óþægindum fyrir alla íbúa í nágrenni við reitinn. Einnig á að gera göngustíg að hótelinu frá Grettisgötu sem liggur alveg ofan í íbúum.

Engin grenndarkynning var gerð áður en teikningar voru samþykktar en skipulagsbreytingarnar voru aðeins auglýstar í Fréttablaðinu og það á Þorláksmessu. Aðeins nýlega fréttum við nágrannarnir af þessu og margir fréttu að þessu fyrst í dag. Þetta skipulag mun auðsjáanlega rýra lífsgæði okkar. Það mætti halda að miðbærinn væri aðeins ætlaður ferðamönnum og peningagræðgi. Einnig mótmælum við því að komið sé svona aftan að fólki og því nánast gert ómögulegt að nýta réttindi sín. Við undirrituð skorum á Reykjavíkurborg að framkvæma hið margumtalaða íbúalýðræði og leyfa þeim sem hér búa að fá að hafa eitthvað um málið að segja.“

Hægt er að undirrita áskorunina hér

Málið vekur ýmsar spurningar um rétt íbúa og  friðun húsa og trjáa. Kvennablaðið mun á næstunni leita svara við þeim.

Nýtingarfasistinn 4. hluti

Ekki henda afgangnum

nytingafasisti-4-688x451

Í síðustu pistlum hef ég boðað þá venju að elda ekki meira en þörf er á en þegar maður einu sinni hefur náð góðum tökum á afgangastjórnun er tilvalið fyrir þá tímabundnu að elda meira en á að nota í það skiptið og nota afgangana í annan rétt næsta dag. Ég mæli þó ekki með því fyrir þá sem ennþá líta á afganga sem rusl. Halda áfram að lesa

Nímenningamálið hið nýja

galgahraun

Níu manns sæta ákæru í Gálgahraunsmálinu. Glæpur þeirra er sá að óhlýðnast lögreglu. Sem vafasamt er að hafi haft nokkurn rétt til að skipa þeim fyrir.

Þótt Hraunavinir hafi verið að mótmæla allt öðrum hlutum en mótmælendurnir sem mættu í Alþingshúsið 8. desember 2008, og þótt Hraunavinir séu ekki ákærðir fyrir tilraun til valdaráns, eru nokkur atriði sem minna á nímenningamálið svokallaða. Halda áfram að lesa