Barnsfórnir í Úganda

Þar sem fátækt, fáfræði og spilling koma saman er mannslíf lítils metið. Í Úganda eins og víðast í Afríku þykir sjálfsagt að börn vinni erfiðisvinnu og andlát eða hvarf barns er ekki litið alvarlegum augum miðað við það sem við eigum að venjast. Flestir hafa heyrt um hreyfingu Konys og félaga, LRA, og glæpi hennar gagnvart börnum en þeir eru kannski færri sem vita að samkvæmt opinberri stefnu ríkisstjórnarinnar má taka unglinga niður í 13 ára í herinn svo fremi sem samþykki liggur fyrir. Ég veit ekki hvers samþykki er átt við, barsnins eða föður þess (í Úganda hafa mæður engan rétt til barna sinna) . Í samanburði við glæpi Konys þykir það kannski ekki mikið mál að árið 2006 voru 5000 barnahermenn í úgandíska ríkishernum. (Nánari upplýsingar t.d. hér og hér.) Og svo hefur samþykki reyndar ekki alltaf verið neitt stórmál í huga Musevenis og félaga. Halda áfram að lesa

Kókos

Úganda og Ísland eiga það sameiginlegt að fátt er um verulega huggulega veitingastaði sem sérhæfa sig í hefðbundnum mat innfæddra. (Reyndar lifa Íslendingar ekki lengur á saltkjöti og slátri en Úgandamenn lifa ennþá á matoke.) Við fórum með Árna og Drífu á flottan indverskan stað og þótt sé gaman að bragða afrískan mat verður að segjast eins og er að indversk matarmenning er öllu fjölbreyttari og áhugaverðari því hefðbundin afrísk mátíð samanstendur af fjórum tegundum af sterkju með örmagni af kjöti, fiski, baunum eða grænmeti. Halda áfram að lesa

Dýrin útí Afríku 3 (Sigling á Níl)

Vervet apakettir eru algengir. Ekki bara inni í þjóðgerðinum sjálfum heldur voru margir þeirra líka að skottast á tjaldstæðinu okkar.

Þessi beið fyrir neðan og greip hnetur sem vinur hans henti til hans.

Pumba var að spóka sig á tjaldstæðinu okkar. Þeir fara niður á hnén til að éta.

Við fórum í þjóðgarðinn fyrir hádegi og svo í bátsferð niður Níl eftir hádegið

Flóðhestar eru greindar skepnur og geðstirðar. Þeir koma stundum upp á land og hafa komið inn á tjaldstæðin. Ég hefði ekki viljað mæta einum í myrkri.

Þessi lá svo lengi grafkyrr að við vorum farin að halda að þetta væri stytta. Svo hreyfði kvikindið sig.

En svo komum við nær – og nei, þetta var sko engin stytta.

Þessi fíll missti ranann í gildru, var okkur sagt

Einn lítill (eða reyndar ekkert mjög lítill) krókódíll lá og sólaði sig rétt hjá hótelinu.