Fimm grundvallarspurningar til kynþáttahatara

Ég stend í flutningum og sé því ekki fram á að geta klárað pistlaraðir mínar um innflytjendamál og söguskýringar kynþáttahatara á allra næstu dögum. Þetta eru eilífðarmál svo þau þola alveg bið.

Ég hef gaman af rökræðum en mér leiðast langdregnar þrætur. Til þess að rökræða geti farið fram þurfa báðir aðilar að ganga út frá sömu forsendum. Ég er alveg til í að halda áfram að ræða kynþáttahyggju og fjölmenningarstefnu við Mjölni, Skúla og aðra kynþáttahatara en nenni ekki að halda áfram fyrr en ég fæ svör við nokkrum grundvallar spurningum. Mörgu öðru er enn ósvarað en það er lágmark að þið svarið eftirfarandi spurningum:

1. Hvað hafið þið fyrir ykkur í því að hvítt fólk sé í útrýmingarhættu? (Getið heimilda)

2. Hvernig skilgreinið þið hvíta kynþáttinn erfðafæðilega eða m.o.ö. hvaða mælikvarða notið þið til að meta hvort einhver sé hvítur eða „skítaskinn“?

3. Hvaða menningareinkenni viljið þið vernda?

4. Hver eru þessi margumræddu lífsgildi og siðareglur sem einkenna hvíta kynstofninn?

5. Hvað bendir til þess að íslenskri menningararfleifð standi ógn af innflytjendum?

Helst lítur út fyrir að um sé að ræða ímyndað þjóðarmorð, ímyndaðan kynstofn og ímyndaða menningu. Á meðan engin rök hafa komið fram sem gefa vísbendingu um annað er óskaplega tlgangslaust að vera að ræða þetta.

Íslandssaga kynþáttahatara

Einangrunarkenningin

Svo sem við er að búast hafa samtökin Blóð og gröftur komist að áður óþekktum staðreyndum um sögu lands og þjóðar. Íslensk menning þróaðist á sama hátt og stærðfræðin, vegna landfræðilegrar einangrunar (Eins og kom fram í síðasta pistli þá þróuðu arabar stærðfræðina ekki áfram heldur varðveittu aðeins vísindi Grikkja.) Halda áfram að lesa

Um aðferðir og markmið kynþáttahatara

Um daginn bauð ég kynþáttahatara velkomna til umræðunnar um málefni innflytjenda, með því skilyrði að þeir útskýrðu hugmyndir sínar og færðu rök fyrir máli sínu. Rökfærslan hefur að vísu gengið brösuglega en þó er ég nú orðin nokkru vísari um hugarheim þessa merkilega fólks sem hefur tileinkað sér mannkyns- og menningarsöguþekkingu sem hingað til hefur verið fræðimönnum gerókunnug. Það er ekki við því að búast að margir leggi það á geðheilsu sína að lesa allan þennan vaðal en ég hef tekið saman helstu niðurstöður.

Halda áfram að lesa

Bakkafylli dagsins

muslimarÉg hef ekkert tjáð mig um skopmyndamálið fyrr en nú. Hef bara ekkert um það að segja sem aðrir mér ritfærari og vinsælli hafa ekki þegar sagt. Þessvegna finnst mér svolítið dapurlegt til þess að vita að fólk sem ég taldi fremur skynsamt virðist ennþá, eftir alla þessa umræðu líta á málið sem talandi dæmi um húmorsleysi og trúarofstæki múslima. Halda áfram að lesa