Leiðbeiningar fyrir öryrkja

kvittun

Þingmenn allra flokka hafa farið þess á leit við félagsmálaráðherra að gefinn verði út leiðbeiningabæklingur fyrir öryrkja um réttindi þeirra og hvert þeir eigi að snúa sér til að sækja þann rétt. Þetta þykja mér góðar fréttir enda er örugglega þörf á slíkum bæklingi. Útlendingar á Íslandi þurfa líka á leiðarvísi að halda, kannski verða þeir næstir. Halda áfram að lesa

Þessvegna eru þetta trúnaðargögn, Sigurjón

sigurjónSigurjón Kjærnested var einn þeirra sem tóku til máls í umræðum um lekamálið í þinginu í dag. Sigurjón fullyrðir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að gögnin hafi komið frá innanríkisráðuneytinu. Þetta er ekki rétt hjá Sigurjóni. Þvert á móti bendir ALLT til þess að gögnin komið þaðan. Halda áfram að lesa

Eins og hýenan rennur á blóðslóð

Rétt eins og hýenan rennur á blóðslóð, ráðast vinstri sósíalistar af hörku gegn öllum þeim sem andmæla hinni „réttu skoðun“.

Þannig kemst Brynjar Níelsson að orði í grein sinni „Nýjar vígstöðvar sósíalismans“  þegar hann lýsir  viðbrögðum umhverfissinna við þeirri skoðun forsætisráðherra að fjöldi umsagna frá náttúruverndarfólki ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir um stórkostleg náttúruspjöll. Halda áfram að lesa