Af furðulegum forsendum Endurupptökunefndar

Það er vissulega fagnaðarefni að Endurupptökunefnd skuli sjá ástæður til þess að dómar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum verði endurskoðaðir. Sakborningar hafa þó ekki verið hreinsaðir af einu eða neinu ennþá enda hefur Endurupptökunefnd ekki neitt vald til þess, það er dómstóla að úrskurða um sekt eða sýknu. Halda áfram að lesa

„Umfang mála réttlætir ekki mannréttindabrot“ – viðtal við Hafþór Sævarsson

hafthor-kvennabladid-x111-688x451

Í júlí síðastliðnum skilaði settur ríkissaksóknari, Davíð Þór Björgvinsson, áliti sínu á beiðni um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmála. Niðurstaða hans var sú að rök séu fyrir endurupptöku í málum Sævars Ciesielski, Tryggva Rúnars Leifssonar, Alberts Klahn Skaftasonar og Guðjóns Skarphéðinssonar. Halda áfram að lesa

Hjartarsalt í minningu Sævars Ciesielksi

Undir stéttinni í bakgarðinum mínum býr maurasamfélag. Stundum sé ég kvikindin hreinlega streyma upp úr glufu milli hellnanna, hundruðum saman og marsera upp á þröskuldinn. Ég strái dátlitlu hjartarsalti á þröskuldinn og í kverkarnar, þeir forðast það og halda sig mest úti í garði. Þetta eru skaðlaus grey, jafnvel dálítið krúttleg hvert um sig um en verða ógeðþekk þegar þau koma saman í þúsundatali. Mér er sama um þá í hæfilegri fjarlægð en vil síður hafa þá iðandi á eldhússborðinu mínu.

Halda áfram að lesa