Betri löggæslu takk

Lögreglan í Vestmannaeyjum náði tveimur jónum um helgina og 5 grömmum af maríjúana líka. Heppnir eru Vestmannaeyingar. Annars hefðu jónurnar sennilega verið reyktar og Gvuð má vita hvernig það hefði endað. Sennilega í heróínsprautum en nú hefur þessum ungu konum verið forðað frá slíkum örlögum, þökk sé skynsamlegri fíkniefnalöggjöf.

Hvernig stendur annars á því að lögreglan gerir ekkert til þess að uppræta gvuðlast í íslensku samfélagi? Eða klámið maður, klámið!

Lögreglan þarf að gera klám- og gvuðlastsrassíu bæði í netheimum og í heimahúsum. Annars endar þjóðmenningin í einni allsherjarorgíu. Það gæti jafnvel endað með því að Helvíti yfirfyllist af fordæmdum sálum.