Þegar Gillz sendi mótmælendur heim til fólks – eða ekki

Haustið 2009 tók ég þátt í mótmælum við heimili Rögnu Árnadóttur. Það var vond hugmynd. Ekki af því að það sé ósiðlegt í sjálfu sér heldur af því að eftir á að hyggja var það ekki til þess fallið að hafa nein jákvæð áhrif auk þess sem það veldur saklausum ótta og það er ljótt. Þar fyrir utan skapa mótmæli alltaf ákveðna hættu á múgæsingi og þegar fólk er orðið brjálað er hættulegt að beina reiði sinni að manneskjum. Þarna var þó enginn brjálaður, þetta var fámennur hópur og enginn fór inn á lóðina hjá henni (ég veit ekki hvort það gerðist í eitthvert annað skipti en a.m.k. ekki í þetta sinn.)  Halda áfram að lesa

Píslarhetjurunk

Endur fyrir löngu harðneitaði ég að nota lyndistákn í samræðum á netinu. Fannst þau óþörf og asnaleg. Vinum og vandamönnum þótti þessi sérviska mín óþægileg. Oft fannst fólki geta leikið vafi á því hvort ég væri að tala í alvöru, hæðast að einhverjum eða geta góðlátlegt grín. Mér fannst það reyndar kostur en ég var víst ein um þá skoðun. Halda áfram að lesa

Að falla fyrir kapítalískri lygi

lamin-löggaÍ kjarabaráttu verður hver stétt sú mikilvægasta í veraldarsögunni og jafnframt sú vanmetnasta og sú göfugasta. Munið eftir auglýsingunni sem sýndi eymingja lömdu lögguna með búsó í bakgrunni? Jesús minn hvað löggi litli átti bágt. Mig langaði mest að hugga hann og gefa honum kjötsúpu.

Halda áfram að lesa