Má ekki heita Jón (Dindilhosan)

Efst á baugi

Einkamálaeftirlitið hefur úrskurðað að fyrrverandi borgarstjóri og skemmtikraftur sá er gengur undir nafninu Jón Gnarr, verði vessgú að taka upp nafn sem sönnum Íslendingi sæmi.

Í úrskurði eftirlitsins segir að samkvæmt íslenskum beygingarreglum sé Jón annaðhvort kvenmannsnafn, þ.e.a.s. hún jónin, og beygist eins og sjónin, ellegar hvorgugkynsnafn eins og grjón og tjón. Halda áfram að lesa

Um meint vanhæfi Eiríks Rögnvaldssonar sem meðdómsmanns

Þann 30. maí sl. úrskurðaði Hæstiréttur málvísindamanninn Eirík Rögnvaldsson vanhæfan til þess að taka sæti sem meðdómsmaður í máli sem höfðað var til ógildingar á þeim úrskurði mannanafnanefndar að tiltekið nafn samræmdist ekki íslenskum lögum. Forsenda dómsins er sú að þar sem Eiríkur hafi tjáð sig um atriði sem ágreiningur í málinu lýtur að, megi draga óhlutdrægni hans í efa. Halda áfram að lesa

Mær um Mey

Íslendingar eru svo lánsamir að njóta leiðsagnar sér viturra fólks í flestum efnum. Þannig hefur blessað yfirvaldið t.d. á að skipa nefnd sérfróðra manna sem hefur þann starfa að hafa vit fyrir sauðmúganum þegar hann gefur börnum sínum nöfn. Það er líka eins gott því ef mannanafnanefndar nyti ekki við má ætla að fólk myndi nota tækifærið til að niðurlægja börnin sín með því að nefna stúlkur Íngismey Flatlús og drengi Jónabdullah Facebook Fiðrildareður. Halda áfram að lesa

Nokkur dæmi um rökvísi mannanafnalaga

Markmið mannanafnalaga er að stuðla að því að Íslendingar beri nöfn sem falla að beygingar- og hljóðkerfinu, lúti almennum stafsetningarreglum og séu fólki sæmandi. Þegar listinn yfir leyfð mannanöfn er skoðaður kemur þó í ljós að undantekningarnar frá reglunum eru svo margar að reglurnar eru nánast ónothæfar. Við skulum líta á nokkur dæmi: Halda áfram að lesa