Iþþ, piþþ, litlinn þinn

Nú er komið í ljós að þvert á það sem ætla mætti af fréttaflutningi og umræðunni um hryðjuverk, eru það þjóðernis- og aðskilnaðarsinnar sem bera ábyrgð á flestum hryðjuverkum í Evrópu. Þeir sem eru svo svellandi af þjóðrækni að þeir hika ekki við að drepa og meiða eru hinsvegar ólíklegir til þess að þurfa að gjalda þess heldur en þeir sem gera nákvæmlega það sama í nafni trúar sinnar, eða öllu heldur trúartúlkunar sem fáir aðhyllast. Halda áfram að lesa

Má löggan stjórna heilbrigðisstarfsfólki?

Allt of oft hegða yfirmenn stofnana sér eins og upplýsingar sem varða almenning séu einkaeign stofnunarinnar eða að upplýsingagjöf sé háð geðþótta yfirmanna. Nýlegt dæmi um þetta er sú undarlega ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, að gefa fjölmiðlum engar upplýsingar um það hvort kynferðisbrot á Þjóðhátíð hafi verið tilkynnt.

Halda áfram að lesa