Aðgerðaröðin í Kúst og fæjó

Þetta með kúst og fæjó – textahöfundur virðist ekki hafa mikið verksvit. Maður sópar vitanlega áður en maður setur tertuna á borðið. Það er ekki gaman að vera með kústinn á fullu þegar gestirnir koma en það er allt í lagi að setja veitingarnar á borðið þegar allir eru komnir og reyndar setur maður ekki aðrar veitingar á borðið en drykki og hugsanlega einhvern lystauka áður en gestirnir koma nema maður sé með stórveislu. Svo er maður ekki að þrífa þegar er korter í gestina og maður á enn eftir að marinera öndina. Og ætlar hún að hafa tertuna á undan öndinni eða á tertan að standa á borðinu og draga í sig lyktina af kjöti og sósu?

Þetta er grátlegt dæmi um skipulagsleysi og ég yrði ekki hissa þótt kæmi á daginn að hún hefði klætt sig í sparigallann áður en hún þreif og komið til dyra stífmáluð og ilmandi með fægiskúffuna í annarri hendi og úlnda tusku í hinni.

Aðgerðaröðin í þessum saumaklúbbsundirbúningi hefði vitanlega átt að vera þessi: Halda áfram að lesa